fbpx

Hildur Rut

EPLABAKA MEÐ DUMLE KARAMELLUM

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ég gerði þessa einföldu eplaböku í samstarfi við Innnes og vá hvað hún er góð! Ég hef oft borið slíka böku fram sem eftirrétt og hún slær alltaf í gegn. Hér eru það Dumle karamellurnar sem setja punktinn yfir i-ið og gera eplabökuna svo einstaklega bragðgóða. Þær hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér en mér finnst svo ljúffengt að nota þær í alls kyns eftirrétti. Svo finnst mér líka frábært að útbúa svona góðgæti í sumarbústaðarferðunum. Þá mæli ég þurrefnin heima, tek með í boxi eða poka og  þá tekur enga stund að töfra þetta fram í bústaðnum.

Fyrir 4-6
3 epli (ég notaði jonagold)
2-3 msk kanilsykur, eða eftir smekk
80 g hveiti
70 g tröllahafrar
100 g sykur
100 g smjör við stofuhita
10 stk Dumle karamellur

Aðferð

 1. Skrælið eplin og skerið í sneiðar.
 2. Dreifið eplasneiðunum í eldfast form og stráið kanilsykrinum yfir. Veltið eplasneiðunum vel upp úr kanilsykrinum.
 3. Blandið saman hveiti, tröllahöfrum og sykri í skál. Bætið svo smjörinu út í og hnoðið með höndunum.
 4. Dreifið deiginu yfir eplin.
 5. Skerið Dumle karamellurnar í bita. Ég sker eina karamellu í fjóra bita. Dreifið þeim yfir deigið.
 6. Bakið í 30-35 mínútur við 190°C. Frábært bera bökuna fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DÁSAMLEGA FYLLT BAGUETTE BRAUÐ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  • Hildur Rut

   10. August 2020

   Gaman að lesa! Takk fyrir það❤️?