fbpx

DÁSAMLEGA FYLLT BAGUETTE BRAUÐ

MORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIRVEISLUR

Hér kemur uppskrift af tvenns konar fylltum súrdeigsbaguette brauðum. Tilvalið að bera fram í veislum. Ég keypti mín baguette brauð í Brauð & co. Þau eru frekar stór og dásamlega góð. Þetta er ekki auglýsing, Brauð & co er bara í uppáhaldi hjá mér. Ég bar þetta fram í 1 árs afmælisboði hjá dóttir minni og þetta sló algjörlega í gegn.

Súrdeigsbaguette með beikon og cheddar ost
2 baguette frá Brauð & co
340 g philadelphia rjómaostur
1 lúka söxuð fersk steinselja
1 pkn beikon, bakað í ofni þar til það verður stökkt og skorið smátt
250 g sveppir, smátt skornir
Smjör
1/3-1/2 cheddar ostur, rifinn
Cayenne pipar
Smá salt
Aðferð:
  1. Steikið sveppina uppúr smjöri og blandið saman við öll hráefnin, nema takið frá smá af cheddar ostinum til að dreifa yfir brauðin áður en þau fara inn í ofninn.
  2. Skerið gat langsum í miðjuna á baguette-inu. Fyllið það með fyllingunni og stráið restinni af cheddar ostinum yfir.
  3. Bakið í ofni þar til osturinn hefur bráðnað, ca. 8-10 mín við 190°C.
 
Súrdeigsbaguette með brie og sultu
1 baguette frá Brauð & co
1 brie
Chili sulta
Aðferð:
  1. Skerið rifur þversum í brauðið. Smyrjið rifurnar með chili sultu og setjið sneiðar af brie ofan í.
  2. Bakað í 8-10 mín við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TAGLIATELLINE MEÐ KJÚKLINGI & RJÓMAPESTÓSÓSU

Skrifa Innlegg