Hér kemur uppskrift að mjög einföldu og ljúffengu naan brauði sem hefur einungis þrjú innihaldsefni ásamt kryddi! Svo fljótlegt að útbúa, bara skella hráefnunum saman í skál, hræra saman með sleif og mynda deigkúlur. Fletja deigið út og steikja á pönnu. Pensla í lokin með bræddu smjöri og voila. Einstaklega gott að bera það fram með indverskum mat.
6-8 lítil naan brauð
2 dl fínt spelt (& meira ef þarf)
1 dl hreint jógúrt
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1/2 tsk garam masala (má sleppa)
Toppa með:
2 msk smjör
Krydd eftir smekk: laukduft, hvítlauksduft (eða hvítlauksrif) og salt
Ferskt kóríander eftir smekk
Aðferð
- Blanda saman spelti, jógúrt, salti og garam masala í skál með sleif eða skeið.
- Hræra öllu vel saman og að lokum nota hendurnar til að mynda kúlu. Bætið spelti saman við eftir smekk ef ykkur finnst blandan of blaut.
- Myndið 6-8 kúlur úr deiginu og fletjið þær út með kökukefli.
- Steikið deigið á báðum hliðum á vel heitri pönnu. Tekur stutta stund að steikjast, fylgist með og passið að brauðið brenni ekki.
- Bræðið smjör og blandið kryddi saman við.
- Penslið naan brauðin með smjörinu, dreifið kóríander eftir smekk og njótið!:)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg