fbpx

HELGARKOKTEILLINN: FROSIN MANGO- & JALAPENO MARGARITA

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Einstaklega ljúffengur drykkur sem er bæði sætur og rífur aðeins í. Frosið mangó, jalapeno, tequila, Cointreau, lime, síróp og nóg af klökum. Ég mæli með að bæta aðeins við jalapeno ef að þið viljið láta hann rífa í eða minnka magnið ef að þið viljið hafa hann mildari. Mér finnst best að hafa hann sterkan, það er svo gott með sæta mangó bragðinu. Skál & gleðilegt sumar!

Einn drykkur
4 cl Tequila Sauza Silver
2 cl Cointreau
2 cl safi úr lime
3 cl sykursíróp (eða venjulegt síróp)
½ ferskur jalapeno
1 dl frosið mangó
2 dl klakar
½ dl appelsínusafi
Salt eða sykur og lime bátur til að skreyta glasið (má sleppa)

Aðferð

  1. Byrjið á því að skreyta brúnina á glasinu. Nuddið lime báti við hana þar til hún verður blaut. Hellið sykri eða salti á disk, dýfið glasinu öfugu ofan í og þekjið brúnina.
  2. Smátt skerið jalapeno.
  3. Hellið tequila, cointreau, safa úr lime, sykursírópi og jalapeno í kokteilahristara og hristið vel saman. 
  4. Hellið í gegnum sigti í blender ásamt frosnu mangó, klökum, appelsínusafa og bætið 1 msk af jalapeno við ef að þið viljið láta þetta rífa aðeins í. 
  5. Blandið öllu saman og hellið í glasið. Njótið.

Sykursíróp

  1. Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott.
  2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
  3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

JÓGÚRT- OG EGGJABRAUÐ MEÐ BERJUM

Skrifa Innlegg