Þessi réttur klikkar ekki og verður oft fyrir valinu á mínu heimili þar sem hann er í miklu uppáhaldi. Uppskriftin er afar einföld og inniheldur hvítlauk, chili og parmesan. Þessi blanda passar sérlega vel með risarækjunum. Ég á mjög oft risarækjur í frystinum sem ég get gripið í og nota þær í alls kyns rétti. Það passar þó líka vel að nota annað pasta eða spaghetti í stað linguine.
Fyrir 2
400-500 g risarækjur
250 g linguine
1 stór chili
2 hvítlauksgeirar
3 skarlottulaukar
2-3 msk ólífuolía
Salt og pipar
Cayenne pipar
Fersk steinselja
Parmesan ostur
Aðferð
- Skerið chili og skarlottulauk smátt.
- Blandið risarækjum, krömdum hvítlauk, chili, salti, pipar, smá cayenne pipar og olíu í skál.
- Sjóðið linguine eftir leiðbeiningum á pakkningu.
- Steikið skarlottulauk á pönnu við vægan hita og bætið svo risarækjunum í chili- og hvítlauksolíunni við. Bætið ólífuolíu við ef ykkur finnst vanta.
- Hrærið tilbúnu linguine við rækjurnar. Dreifið svo að lokum rifnum parmesan osti og steinselju yfir.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg