fbpx

DRAUMA OREO ÍS

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Nei halló hvað þessi ís er góður! Og hann inniheldur aðeins fimm hráefni. Ég gerði þennan Oreo ís í samstarfi við Innnes og ég notaði tilbúinn Oreo mulning sem er mjög þægilegt en hann fæst í Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaup og Melabúðinni. Uppskriftin er afar einföld og fljótleg! Ég bar ísinn fram með heitri Dumle karamellusósu og ferskum berjum en það þarf ekki, ísinn er svo góður. Mæli mikið með!

4 eggjarauður
60 g sykur
5 dl rjómi
2 tsk vanilludropar
½ – ⅓ poki Oreo crumble (200-300 g)

Aðferð

  1. Byrjið á því að léttþeyta rjómann og taka hann til hliðar.
  2. Þeytið eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanilludropum við í lokin og hrærið.
  3. Blandið eggjablöndunni varlega saman við rjómann.
  4. Bætið svo í lokin Oreo crumble saman við og hrærið varlega.
  5. Setjið ísinn í 26×12 cm ílangt form
  6. Skreytið með Oreo crumble og frystið hann. Berið fram með því sem ykkur langar.

Dumle sósa
10 Dumle karamellur
½ dl rjómi

Aðferð

  1. Bræðið saman karamellurnar og rjómann í potti við vægan hita og hrærið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

SESARSALAT MEÐ AVÓKADÓ

Skrifa Innlegg