fbpx

DÁSAMLEGT HUMARPASTA

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Afar ljúffengt og einfalt humarpasta sem leikur við bragðlaukana. Ég útbjó uppskriftina í samstarfi við Grím kokk en ég notaði tilbúnu humarsúpuna frá þeim í sósuna. Það er snilldin ein og sósan verður extra bragðgóð og djúsí. Þetta sló í gegn hjá okkur á heimilinu og verður pottþétt útbúið aftur. Ásamt humarsúpunni þá setti ég fettuccine, skelflettan humar, skarlottulauk, hvítlauk, hvítvín, rjóma, parmesan ost, steinselju og toppaði með chili flögum. Nammi! 

Fyrir fjóra
1 stk Humarsúpa frá Grími kokki
500 g fettuccine
300 g skelflettur humar
Ólífuolía
Salt og pipar
3 msk fersk steinselja, smátt söxuð
3 hvítlauksrif
3 skarlottulaukar, smátt skorinn
250 g kokteiltómatar
½ dl hvítvín
½ dl rjómi
2 dl rifinn parmesan ostur

Berið fram með:
Chili flögum
Parmesan osti
Steinselju

Aðferð

  1. Byrjið á því að blanda humrinum saman við 1 hvítlauksrif, 1 msk steinselju, 2 msk ólífuolíu og salti og pipar í skál.
  2. Steikið humarinn upp úr ólífuolíu. Bætið hvítvíni við í lokin og takið humarinn til hliðar.
  3. Sjóðið fettuccine eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  4. Smátt skerið skarlottulauk og skerið tómatana í fjóra bita. 
  5. Steikið skarlottulaukinn upp úr ólífuolíu þar til hann verður mjúkur og bætið þá tómötunum saman við.
  6. Hellið humarsúpunni út í, rjóma, parmesan osti, steinselju og blandið saman.
  7. Að lokum blandið humrinum og fettuccine saman við. 
  8. Stráið parmesan osti, steinselju og chili flögum yfir allt eftir smekk og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BROWNIES MEÐ MILKA DAIM SÚKKULAÐI: MYNDBAND

Skrifa Innlegg