Afar ljúffengt og einfalt humarpasta sem leikur við bragðlaukana. Ég útbjó uppskriftina í samstarfi við Grím kokk en ég notaði tilbúnu humarsúpuna frá þeim í sósuna. Það er snilldin ein og sósan verður extra bragðgóð og djúsí. Þetta sló í gegn hjá okkur á heimilinu og verður pottþétt útbúið aftur. Ásamt humarsúpunni þá setti ég fettuccine, skelflettan humar, skarlottulauk, hvítlauk, hvítvín, rjóma, parmesan ost, steinselju og toppaði með chili flögum. Nammi!
Fyrir fjóra
1 stk Humarsúpa frá Grími kokki
500 g fettuccine
300 g skelflettur humar
Ólífuolía
Salt og pipar
3 msk fersk steinselja, smátt söxuð
3 hvítlauksrif
3 skarlottulaukar, smátt skorinn
250 g kokteiltómatar
½ dl hvítvín
½ dl rjómi
2 dl rifinn parmesan ostur
Berið fram með:
Chili flögum
Parmesan osti
Steinselju
Aðferð
- Byrjið á því að blanda humrinum saman við 1 hvítlauksrif, 1 msk steinselju, 2 msk ólífuolíu og salti og pipar í skál.
- Steikið humarinn upp úr ólífuolíu. Bætið hvítvíni við í lokin og takið humarinn til hliðar.
- Sjóðið fettuccine eftir leiðbeiningum á pakkningu.
- Smátt skerið skarlottulauk og skerið tómatana í fjóra bita.
- Steikið skarlottulaukinn upp úr ólífuolíu þar til hann verður mjúkur og bætið þá tómötunum saman við.
- Hellið humarsúpunni út í, rjóma, parmesan osti, steinselju og blandið saman.
- Að lokum blandið humrinum og fettuccine saman við.
- Stráið parmesan osti, steinselju og chili flögum yfir allt eftir smekk og njótið.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg