fbpx

BROWNIES MEÐ MILKA DAIM SÚKKULAÐI: MYNDBAND

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIR

Hér kemur uppskrift að mjög ljúffengum brownies eða brúnkum með Milka Daim súkkulaði sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Passar sérlega vel sem eftirréttur með ís eða rjóma. Mér finnst svo gott þegar kakan er smá blaut eða „chewy“ að innan og aðeins volg. Þessi uppskrift klikkar aldrei og Milka Daim súkkulaðið setur punktinn yfir i-ið. Mæli með!

200 g smjör
5 dl sykur
3 msk Cadburys kakó
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 msk vanilludropar
4 egg
3,5 dl hveiti
1 plata Milka Daim súkkulaði

Aðferð

  1. Bræðið smjörið á vægum hita og hrærið sykrinum saman við. Passið að láta ekki bullsjóða.
  2. Hrærið kakói, lyftidufti, salti og vanilldropum saman við smjör- og sykurblönduna í hrærivél.
  3. Bætið eggjunum saman við og setjið að lokum hveitið í blönduna og blandið vel saman.
  4. Hellið deiginu í eldfast form (t.d. í stærð 28×28 cm) og setjið bökunarpappír í botninn.
  5. Skerið Milka Daim súkkulaðið í bita og dreifið jafnt yfir kökuna.
  6. Bakið kökuna í um 35-40 mínútur við 180°C á blæstri. Kakan á að vera frekar blaut í miðjunni

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HREKKJAVÖKUVEISLA

Skrifa Innlegg