fbpx

DÁSAMLEG OSTAFRITTATA

MORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Það er dásamlegt að útbúa sjálfur bröns um  helgar og bjóða vinum og fjölskyldu. Hér er uppskrift að fritatta með 4 tegundum af ostum sem er tilvalin í helgarbrönsinn. Frittata er ítölsk eggjakaka sem er fyrst elduð á pönnu og svo er hún bökuð í ofni. Mæli með að bera þetta fram með fersku salati. Þetta er alveg dásamlega gott!

Uppskrift fyrir 4-6
6 egg
250 ml rjómi
1 dl rifinn parmesan ostur
Salt og pipar
Cayenne pipar
1 tsk olía (olívuolía eða avocado olía)
20 gr smjör
2 dl rifinn cheddar ostur
1 dl kotasæla
1 dl rifinn mozzarella ostur
1 msk steinselja

Aðferð

  1. Hrærið egg, rjóma, parmesan, cayenne pipar, salt og pipar saman.
  2. Hitið olíu og smjör  á 20 – 25 cm pönnu sem má fara inn í ofn og stillið á vægan hita. Bræðið smjör og olíu á pönnunni.
  3. Hellið síðan eggjablöndunni á pönnuna og látið malla í 5-7 mínútur.
  4. Því næst dreifið cheddar osti, kotasælu og mozzarella yfir blönduna og eldið í 12 mínútur.
  5. Dreifið steinseljunni yfir og bakið inn í ofni í 10 mínútur við 180°C. Toppið með rifnum parmesan osti. Berið fram með fersku salati.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: JARÐABERJA MARGARITA

Skrifa Innlegg