fbpx

HELGARKOKTEILLINN: JARÐABERJA MARGARITA

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Helgarkokteillinn að þessu sinni er einn af mínum uppáhalds, frosin jarðaberja margarita. Einstaklega ljúffengur drykkur sem auðvelt er að útbúa. Ég var nánast búin að gleyma þessum kokteil en í gegnum tíðina hef ég pantað mér hann oft og mörgum sinnum erlendis og þá sérstaklega á mexíkóskum veitingastöðum. Ég ákvað að prófa að gera hann sjálf og namm hvað hann heppnaðist vel. Það eina sem þarf að gera er að setja allt hráefnið í blender og hræra. Ég mæli með að þið prófið þennan!

4 cl Tequila Sauza Silver
2 cl cointreau
2 cl safi úr lime lime
3 cl sykursíróp (eða venjulegt síróp)
1 dl frosin jarðaber
2 dl klakar
½ dl appelsínusafi
Salt eða sykur og lime bátur til að skreyta glasið (má sleppa)

Aðferð

  1. Byrjið á því að skreyta brúnina á glasinu. Nuddið lime báti við hana þar til hún verður blaut. Hellið sykri eða salti á disk, dýfið glasinu öfugu ofan í og þekjið brúnina.
  2. Hellið tequila, cointreau, safa úr lime, sykursírópi, jarðaberjum, klökum og appelsínusafa í blender og hrærið vel saman.
  3. Hellið í glas og njótið.

Sykursíróp

  1. Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott.
  2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
  3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

SKÁL & GÓÐA HELGI!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HAFRAKLATTAR MEÐ RJÓMASÚKKULAÐI

Skrifa Innlegg