fbpx

HAFRAKLATTAR MEÐ RJÓMASÚKKULAÐI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURUPPSKRIFTIR

Þessir hafraklattar eru mjög einfaldir og ljúffengir og eru vinsælir á mínu heimili. 8 ára syni mínum finnst mjög skemmtilegt að baka þá og ég mæli með að leyfa börnunum að hjálpa til við baksturinn. Klattarnir eru dásamlega góðir með ískaldri mjólk eða rjúkandi heitu kaffi. Rjómasúkkulaðið gerir hafraklattana extra góða en einnig er hægt að setja eitthvað annað í staðinn t.d. rúsínur eða suðusúkkulaði. 

60 g gróft haframjöl
70 g spelt
30 g kókosmjöl
1 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
4 msk púðursykur
Salt
1 tsk vanilludropar
1 egg
120 g smjör
2 dl rjómasúkkulaðidropar eða saxað rjómasúkkulaði

Aðferð

  1. Bræðið smjör og passið að það verði ekki of heitt.
  2. Hrærið öllu þurrefninu saman og bætið svo vanilludropum, eggi og smjöri við.
  3. Hrærið að lokum súkkulaðidropunum saman við deigið.
  4. Notið matskeið til að gera kúlur úr deiginu og raðið á smjörpappír.
  5. Bakið við 180°C í 8-10 mínútur eða þar til klattarnir verða gylltir.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

EINFÖLD AFMÆLISKAKA MEÐ KARAMELLUKREMI

Skrifa Innlegg