fbpx

3 ÁRA AFMÆLISBOÐ

PERSÓNULEGT

Hæ elsku lesendur! Dóttir mín hún Edda Vilhelmína varð 3 ára síðasta sunnudag og við buðum okkar nánustu fjölskyldu í smá afmælisboð. Mér finnst svo frábært að fá hugmyndir að veitingum og skreytingum frá öðrum og ég veit að það eru margir sammála mér. Ég ætla að deila með ykkur hugmyndum og myndum úr afmælisveislunni og ég læt fylgja linka hér fyrir neðan á uppskriftirnar að réttunum sem við buðum uppá.

Þar sem við Edda ákváðum að hafa bleikt kisuþema hafði ég samband við partý- og blöðru verslunina Pippu. Þau voru svo elskuleg að gefa mér blöðrulengju og afslátt af vörunum þeirra. Við keyptum diska, glös og servíettur í ofurkrúttlegu kisuþema ásamt afmælis stafalengju. Þau komu með þetta allt saman á sunnudagsmorguninn. Allt svo sætt og blöðrulengjan var algjörlega geggjuð.

KISU AFMÆLISKAKA MEÐ DUMLE KREMI
Þesi kaka er alltaf þægileg og er hún búin að vera margsinnis í afmælum hjá okkur. Ég bræddi 140 g af Dumle karamellum og setti í kremið í staðinn fyrir venjulega karamellur. Ótrúlega gott. Ég setti svo bleikan matarlit í kremið. Ég keypti tvær súkkulaðimuffins, skar úr þeim tvö kisueyru og dreifði svo kreminu á kökuna með sprautupoka. Ég bræddi svo 70% súkkulaði, setti í sprautupoka og teiknaði augun, nefið, munninn og veiðihárin.
Uppskrift hér.

OREO MARENGS BOMBA
Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Svona marengstertur eru alltaf vinsælar í veislum og þessi er alveg sérstaklega gómsæt.
Uppskrift hér.

KISU RICE KRISPIES NAMMIBITAR
Einfaldir og ó svo ljúffengir rice krispies nammibitar. Hugmyndina fékk ég hjá Tinnu Þorradóttir og ég varð bara að prófa. Eina sem þarf er Rice krispies nammikaka, kisuform(eða annað form), hvítt súkkulaði, matarlitur og nammiaugu.
Þið getið séð aðferðina hér.

DÖÐLUKAKA MEÐ KARAMELLUSÓSU
Þessi er alltaf klassísk og alveg dásamleg. Fullkomin með rjóma eða ís. Mamma útbjó þessa en það er t.d. uppskrift að henni hjá Eldhússögum.
Uppskrift hér.

QUESADILLA HRINGUR
Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Geggjað að bera þetta fram í afmælisboðum eða öðrum veislum.
Uppskrift hér.

FYLLT BAGUETTE BRAUÐ
Tvenns konar fyllt súrdeigs baguette brauð. Annað með ljúffengri rjómaosta-og beikon fyllingu og hitt með brie, silkiskorinni sultu og hungangs dijon sinnepi en einnig gott að setja brie og chili sultu eins og í uppskriftinni.
Uppskrift hér.

EINFALT TORTELLINI
Tortellini með ricotta og spínati, kokteiltómötum, litlar mozzarella kúlur, grænt pestó, ólífur og fetaostur. Mjög gott og ferskt.

HEITUR BRAUÐRÉTTUR MEÐ ASPAS
Mamma útbjó þennan ljúffenga brauðrétt en notaði enga sérstaka uppskrift. En þessi uppsrift er mjög góð og ég mæli með henni.
Uppskrift hér.

KLASSÍSKT OSTASALAT MEÐ VÍNBERJUM
Gómsætt ostasalat sem Edda tengdamamma mín útbjó frá Evu Laufey. Þetta salat klikkar ekki í svona afmælisboðum.
Uppskrift hér.

Svo fallegar vörurnar frá Pippa.is,

Erfitt að ná góðri fjölskyldumynd. En það var mjög gaman í afmælinu þrátt fyrir það.

Kisunammið. Ég fékk nokkrar spurningar um kisuformið þegar ég sýndi frá því á Instagram en það er leirform sem Edda á.

Takk fyrir að lesa 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

OREO MARENGSBOMBA

Skrifa Innlegg