fbpx

TIL HVERS AÐ LITALEIÐRÉTTA?

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

HI!

Hver hefur keypt sér glænýjan farða eða hyljara og verið vonsvikin með hann því bláir baugar eða roði í kinnum sést greinilega í gegn?
Stutta svarið er örugglega við öll en lausnin við þessari spurningu er aðeins flóknari. Litaleiðrétting hjálpar þér að ná fram jafnri litasamsetningu án þess að bæta á þekjuna þannig farðinn eða hyljarinn virkar ekki of „cakey“.

Hvenær á að nota litaleiðréttandi vörur?

Hægt er að kaupa litaleiðréttandi farðagrunna (e. Primer) og er best að nota þá á eftir rakakremi og á undan farða. Ef um er að ræða litaleiðréttandi hyljara er best að nota þá á undan farða og hyljara.  Litaleiðréttar eiga að auðvelda farðanum vinnuna og með þeim átt þú að komast upp með að nota minna magn af farða. Lykillinn hér er að blanda litaleiðréttandi vörunum vel út áður en farðinn er settur á.

Hvaða litir leiðrétta hvað?

FERSKJULITAÐUR
Vegur á móti dökkum baugum á ljósri húð.
Gott er að nota örlítið af þéttum ferskjulituðum hyljara undir farða eða undir ykkar venjulega hyljara til að leiðrétta blá baugu.

GULUR
Gulur leiðréttir fjólubláan tón, ásamt því að milda roða í húðinni.
Notaðu gulan litaleiðréttara undir augun eða á þau svæði sem þarf áður en þú notar hyljara eða farða.

GRÆNN
Grænn vinnur vel á móti roða. Gott er að nota grænan hyljara eða litaleiðréttara á bólur eða acne áður en farði eða venjulegur hyljari er settur á.
Einnig er gott að nota primer með grænum undirtón á rauð svæði ef þú ert með rósroða.

BLEIKUR
Birtir upp dökka bletti og vegur á móti bláma. Notaðu bleikan undir augun eða þar sem þarf á andlitið einan og sér eða undir hyljara / farða.

FJÓLUBLÁR
Leiðréttir gulan undirtón á ljósri húð.
Sniðugt er að nota primer með fjólubláum tón. Fjólublár gefur húðinni einnig frískan blæ og leiðréttir daufan húðlit.

APPELSÍNU RAUÐUR
Vegur á móti dökkum svæðum á dýpri húðlitum. Gott er að nota rauðan með appelsínugulum undirtón til að litaleiðrétta svæði sem eru mislit, t.d. í kringum munnsvæði og nef.

BLÁR
Litaleiðréttir appelsínugula sleikju í húðinni. Birtir húðina og getur hjálpað til ef brúnkukremið endaði í stórslysi.

__________

Ekki henda nýja hyljaranum eða farðanum ef hann er ekki að gera starfið sitt nægilega vel, prófið að litaleiðrétta á undan og gefa honum annan séns.

 

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

BRÚNKUKREM FOR DUMMIES

Skrifa Innlegg