fbpx

PRIMER? HVAÐ ER ÞAÐ

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

HI !
Primer er orð sem margir þekkja en íslenska orðið yfir primer er farðagrunnur. Til eru mismunandi primerar fyrir mismunandi tilgang en okkur berast mörgum sinnum í viku spurningar út í primer og hvernig sé best að nota hann.

Tilgangur primers er að undirbúa húðina og jafna út húðina áður en við setjum farða. Það er alls ekki nauðsynlegt að nota primer en mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvað þú vilt að primerinn geri fyrir þína húð. Með notkun primers getur þú falið ýmsar misfellur og komist upp með að nota minni farða.
Hér ætlum við að taka saman helstu andlits primerana og ástæður fyrir því að þú ættir mögulega að byrja að nota primer undir þinn farða. 

OLÍUMYNDUN

Til eru primerar sem geta haldið niðri olíumyndun húðarinnar og látið farðann haldast betur og lengur á út daginn. Það eina sem þarf að passa uppá hér er að nota primerinn einungis á þá staði sem þú þarft, til dæmis bara á t-svæðið (enni, við hliðin á nefi og höku). 

RAKI

Gott er að gefa húðinni aukinn raka áður en borið er á hana farði, sérstaklega ef þú ert með þurra húð. Einnig er hægt að nota þykkt rakakrem sem primer.

OPNAR HÚÐHOLUR

Þéttir silikon-kenndir primerar geta hjálpað við að fylla uppí stórar húðholur. Með því færð þú jafnara yfirborð áður en farðinn er borinn á.

LJÓMI

Til að byggja upp fallegan náttúrulegan ljóma er tilvalið að nota ljómaprimer. Fallegt er að blanda ljómaprimer í rakakremið þitt eða í litað dagkrem til að fá létta þekju og fallegan ljóma. Fyrir þá sem eru með olíumikla húð er sniðugt að nota ljómaprimer einungis á þau svæði sem mynda ekki umfram olíu, t.d. efsta partinn á kinnbeinunum.

LITALEIÐRÉTTIR

Húðin okkar getur oft verið mislit eða með litabreytingar og þá er gott að velja sér primer sem litaleiðréttir. Til eru primerar sem til dæmis litaleiðrétta roða, bláma og líflausa húð. Primerar sem litaleiðrétta eru oft í litríkum umbúðum.

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

HVAÐ ER ÞURRBURSTUN

Skrifa Innlegg