fbpx

HVAÐ ER ÞURRBURSTUN

HÚÐUMHIRÐALÍKAMINN

ÞURRBURSTUN

Húðin er eins og margir vita okkar stærsta líffæri. Það er því ótrúlega mikilvægt að huga að húðinni okkar, bæði á líkamanum okkar og andliti. Húðumhirða á andliti er komin í rútínu margra en það gleymist oft að hugsa um húðina á líkamanum okkar. Í þessari færslu ætlum við að fara yfir þurrburstun og kosti þess fyrir húðina & líkamann okkar. Þurrburstun er eins og orðið gefur til kynna þegar við burstum húðina okkar með þurrum bursta með grófum hárum. Best er að nota bursta með náttúrulegum hárum en ekki plast hárum.

Ávinningur þurrburstunar eru margir en þetta eru þeir helstu

 • Með þurrburstun ertu að fjarlægja dauðar húðfrumur og hvetja húðina til að endurnýja sig hraðar
 • Þegar þú þurrburstar líkamann eykur þú teygjanleika húðarinnar og yfirborð hennar verður silkimjúkt
 • Eftir þurrburstun er húðin móttækilegri fyrir kremum og næringu
 • Þurrburstun eykur blóðflæð og getur hjálpað til við að minnka ásýnd appelsínuhúðar

Nokkur atriði þarf að passa við þurrburstun:

 • Notaðu burstann á þurra húð áður en þú ferð í sturtu
 • Gott er að byrja á ökklunum og vinna sig upp
 • Mikilvægt er að bursta alltaf í sömu átt
 • Burstið alltaf í áttina að hjartanu nema þegar kemur að bakinu, það er burstað frá hálsi og niður
 • Gæta þarf að svæðum þar sem húðin er extra þunn og viðkvæm eins og t.d. á brjóstum
 • Skolið húðina vel í sturtunni eftir burstun
 • Eftir sturtu er gott er að bera á sig góða olíu eða rakagefandi  body lotion

 

Gleðilega burstun!

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

Innlit með HI beauty - EVA RUZA

Skrifa Innlegg