fbpx

ÓSKALISTINN: SNYRTIGRÆJUR

HÁRHÚÐUMHIRÐAMUST HAVE

HI!

Eins og þið sáuð í síðustu færslu hjá okkur hér þá erum við byrjaðar að huga að jólunum.
Við ætlum að skipta jólagjafa óskalistunum okkar upp í nokkra flokka. Hér er komið að fyrsta flokknum og í þessari færslu ætlum við að taka fyrir snyrtigræjur sem eru á óskalistanum hjá okkur fyrir þessi jól.

DR DENNIS GROSS SPECTRA LITE FACE WARE PRO

Grímuna góðu nefndum við fyrst í þessari færslu hér en okkur hefur langað í hana alveg síðan þá og mun líklegast aldrei hætta að langa í hana. Þessi eftirsótta gríma inniheldur 100 LED rauðar ljósaperur sem hafa þann eiginleika að auka teygjanleika húðarinnar ásamt því að að auka kollagen framleiðslu hennar. Í grímunni má einnig finna 62 bláar LED perur sem hjálpa húðinni þinni í baráttu við bólurnar. Mælt er með því að nota grímuna í 10-15 mínutur á hverjum degi. Sjáanlegur munur er eftir cirka 10 vikur af notkun.
Hægt er að kaupa grímuna hér.

Dyson Airwrap Complete hárformunartæki

Truflað hárformunar sett frá okkar manni Dyson. Í þessu setti koma sex mismunandi toppar sem hægt er að festa á tækið. Hægt er að þurrka hárið með venjulegum blæstri eða rúllubursta, krulla eða liða hárið, slétta úr því eða gefa því hið fullkomið ”blowdry”.
Það er ekki að ástæðulausu að við séum sjúkar í þetta tryllitæki en ein aðalástæðan er sú að tækið notar loft í stað hita. Þessi aðferð ofhitar því ekki hárið og fer betur með það. Venjuleg krullujárn og hárblásarar eiga til með að nota of mikinn hita sem verður til þess að hárið þornar og byrjar því fyrr að brotna.
Hægt er að kaupa settið hér.

Babyliss hitabursti

Fyrir þá sem eru ekki í stöðu til að kaupa sér dýrar hárformunargræjur langar okkur að benda á þennan bursta hér frá Babyliss.
Þeir sem fylgja okkur og hlusta á podcastið okkar vita nú þegar að kauphegðun okkar hefur mótast gríðarlega af TikTok síðastliðna mánuði og er þessi græja sönnun þess. Þæginlegur hitabursti sem er samblanda af hárblásara og rúllubursta. Má nota í blautt og þurrt hár og einfaldar 90’s Supermodel lúkkið til muna.
Fæst hér.

Dermascrape Ultrasonic Skin Scrubbing & Skincare Enhancing Tool

Nurse Jamie kannast flestir við frá þáttunum Skin Decisions á Netflix. Ásamt því að vera sérfræðingur í húðumhirðu og lýtaaðgerðum án hnífsstungum, þá á hún sína eigin húðumhirðu vörulínu sem skartar öllu frá virkum húðvörum upp í glæsileg snyrtitól. Þessi græja hreinsar húðina lengra niður í húðholurnar en við náum með höndunum og tekur ysta lagið af húðinni án þess að erta hana. Mælt er með því að nota tækið ásamt þínum uppáhalds andlitshreinsi. Þessi undragræja hjálpar þér að gera húðumhirðuna þína skilvirkari og styttri. Krem og serum sem fylgja á eftir hreinsinum fara betur inn í húðina þegar tækið er notað en er það ekki akkúrat það sem við viljum?
Hægt er að kaupa hér.

Browgame Snyrtispegill með ljósum

Fallegur og fyrirferðalítill snyrtispegill með stillanlegum LED ljósum. Hægt er að nota spegilinn til að mála sig ef þú ert ekki í góðum birtuskilyrðum en hann er einnig fullkominn fyrir ykkur til að snyrta á ykkur augabrúnirnar. Með speglinum kemur stækkunarspegill sem hægt er að festa á stóra spegilinn. Segulspegilinn er með fimmfaldri stækkun og ættir þú því ekki að missa af neinu!
Spegillinn er ein af þeim vörum sem eru Í HI beauty dálknum inn á Beautybox.is og fæst hann hér.

NUFACE Mini Facial Toning Device

Andlitslyfting heima í stofu? Er það ekki of gott til að vera satt? Tæki sem tónar andlitið og vinnur á slappleika. Með aldrinum nær þyngdaraflið okkur öllum en húðin okkar byrjar að síga og leitar niður á við. Með þessi tóli ert þú að tóna andlitið þannig að það sigi ekki jafn hratt niður, jú svipað og við gerum þegar við förum í ræktina til að tóna vöðvana í líkamanum. Tækið örvar einnig kollagen framleiðslu húðarinnar ásamt því að hjálpa til við að hægja á öldrun húðarinnar.
Það er því ekki að ástæðulausu afhverju þessi græja er á óskalistanum okkar.
Hægt er að kaupa hér.

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

ALL I WANT FOR CHRISTMAS IS...

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    28. October 2020

    Jii – alltaf er maður að læra eitthvað nýtt. Spennandi græjur 🤍