fbpx

ELSKAR ÞÚ ÞURRSJAMPÓ?

HÁRMUST HAVE

HI!

Þurrsjampó hefur verið staðalbúnaður í snyrtiskápnum okkar frá 2011/2012 þegar það kom fyrst í hillur hér á landi. Margir nota þurrsjampó á milli þvotta til að lífga upp á flatt hár og gefa því extra lyftingu og fyllingu. Hægt er að kaupa þurrsjampó með lit sem hjálpar til við að hylja rót eða þynningu í hárrótinni. Áður en þurrsjampó varð til höfðum við prófað barnapúður (e. babypowder) í hárið til að taka í burtu umfram fitu í hársverðinum. Eini gallinn við þurrsjampó er að okkur finnst við stundum vera að þurrka upp hárið með notkun þess.

Við ætlum hinsvegar ekki að tala nánar um þurrsjampó í þessari færslu heldur þurrnæringu. Er það nýjung á markaðnum?
Þurrnæring eða dry conditioner er engin nýjung á hárvörumarkaðnum heldur hefur þurr-sjampóið einungis skyggt á hana hvað varðar sýnileika. Megin tilgangur þurrnæringar er að gefa hárinu aukinn glans og mýkja það samstundis. Þurr næringin á einnig að hjálpa þér að hafa stjórn á úfnu og rafmögnuðu hári. Það sem hefur breyst er að öll púðuráferð hefur verið tekin úr þurrnæringum og inniheldur hún núna einungis mýkjandi efni fyrir hárið.
Þrátt fyrir alla kosti þurrnæringar kemur hún ekki í stað fyrir þína venjulegu hárnæringu né djúpnæringu. Það er mælt með því að halda þeim inni sem partur af vikulegum sturtuferðum og nota þurrnæringuna einungis til að fríska upp á hárið milli þvotta.

Þetta eru þær þurrnæringar sem við búumst við að verði til á Íslandi ef þær eru ekki nú þegar komnar.

  1. Kevin Murphy Young Again Dry Conditioner fæst á sapa.is 
  2. Aussie Petal Soft Dry Conditioner
  3. Batiste Dry Conditioner

 

Við ætlum að hoppa á þessa vöru um leið og hún kemur til landsins og vonum að þið komið með okkur!

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

 

SNYRTIBORÐIÐ MEÐ HI BEAUTY

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. lilja

    2. December 2020

    Ég elska þurrsjampó, en ég virðist vera með eitthvað óþol fyrir þeim flestum vegna þess að það er svo mikil lykt af þeim. vitið þið um eitthvað gott þurrsjampó sem er með lítilli eða mildri lykt?