DRESS

Síðasta helgi fór að mestu leiti í “framkvæmdir” heima. En ég kom inn á það HÉR að við myndum vonandi fljótlega taka fataherbergið okkar í gegn. Fataherbergið er í raun og veru upprunalega hugsað sem kompa, en fyrir fatasjúklinga eins og okkur þarf að nýta hana sem fataherbergi. Stærsta verkefnið var vissulega að fara í gegnum öll fötin mín og losa mig við. Það er afar nauðsynlegt að fara í gegnum fataskápinn annað slagið og var þetta kjörið tækifæri til þess! Ég fyllti allavega tvo stóra svarta ruslapoka af fatnaði sem mig langar að reyna að selja afar ódýrt. –
En við semsagt ákváðum að reyna að gera þetta verkefni eins skemmtilegt og hægt var. Dóttir okkar fór í pössun snemma og nýttum við föstudaginn í að rífa allt út. Íbúðin var vægast sagt undirlögð af fatnaði hvert sem litið var! Eftir mission dagsins skelltum við okkur í sparigallann og fórum á deit. Þar klæddist ég þessu hér:


Jakki: Galleri 17
Samfella: H&M
Buxur: H&M
Skór: Fruit / GS Skór

Það er líka ýmislegt sem hægt er að grafa upp í tiltekt. Þessar buxur hafa til dæmis ekki verið notaðar í nokkur ár núna! Mjög skemmtilegt að finna þær og eignast fyrir vikið “nýjar” buxur! Mig langar líka að segja ykkur frá að þennan blazer keypti ég mér í Galleri 17 um daginn. Ég var búin að leita af hinum fullkomna svarta blazer lengi þegar ég rakst á þennan og þá var ekki aftur snúið. Hann er fullkominn í sniðinu að mínu mati og hef ég bæði verið að nota hann fínt og eins hversdags. Afar ánægð með þessi kaup, mögulega eina flíkin sem mig vantaði í fataskápinn. Að gefnu tilefni langar mig að ítreka aftur að ég er alls ekki að auglýsa hann, einungis að deila því með ykkur hversu ánægð ég er með jakkann.

Daginn eftir þetta stórskemmtilega kvöld hélt svo púlið áfram allan laugardaginn og svo kláruðum við loks á sunnudeginum. Ég hlakka til að segja ykkur betur frá og sýna ykkur fyrir / eftir myndir af fataherberginu núna á næstu dögum!

Góða helgi! xx
xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

SAN FRANCISCO

Skrifa Innlegg