SAN FRANCISCO

Ég var svo heppin að fá tveggja nátta vinnustopp í San Francisco í síðustu viku. Ég fór með stórskemmtilegu fólki og þræddum við öll helstu kennileiti borgarinnar á þremur dögum. Við fórum á hina frægu Lombard Street, löbbuðum í gegnum Fisherman’s WharfUnion Square og China Town, fórum að Painted Ladies og lágum þar í dágóðan tíma í því fallega umhverfi. Við vorum einnig túristar lífs míns og keyptum okkur miða í svona “hop on, hop off” bus sem fer með fólk í gegnum alla borgina. Ég mæli eindregið með því þar sem San Francisco er svo allt öðruvísi borg en þær flestar sem ég hef komið til! Það var stórkostleg upplifun að mínu mati, ótrúlega gaman að keyra í gegnum borgina og fá allt beint í æð. Við enduðum svo að sjálfsögðu á hinni frægu Golden Gate Bridge sem var ofsalega falleg. Ég hafði nokkrum sinnum komið áður til San Francisco en aldrei í svona langan tíma svo ég var ótrúlega spennt að skoða borgina. Ég hlakka til að taka fjölskylduna mína þangað einn daginn. Nóg eftir að sjá!

Guðdómlega fallega Lombard Street.

Mér fannst svona gaman að skoða Painted Ladies!
Ég fékk óteljandi fyrirspurnir varðandi kjólinn minn sem ég klæddist þennan daginn og ég held ég hafi náð að svara flestum! Ég keypti hann í Zöru í Boston á útsölu um daginn. Ég hef séð einhverjar íslenskar stelpur klæðast honum síðan og því finnst mér afar líklegt að hann hafi verið til hér heima líka?

Kjóll: Zara
Buxur: Zara
Skór: Asos


Leðurjakki: Mads Norgaard / Húrra Reykjavík
Buxur: Dr. Denim
Bolur: WoodWood / Húrra Reykjavík
Skór: Samba Rose – Adidas Originals / Húrra Reykjavík

Ég mæli með San Francisco!

Þangað til næst,
xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

 

 

SUNDAY OUTFIT

Skrifa Innlegg