fbpx

BÓKAHIRSLA / SKÓHIRSLA

Hæ frá Boston!

Mig langaði að byrja á því að óska Trendnet-hjónunum þeim Elísabetu og Gunna innilega til hamingju með stórkostlega gærdaginn. Ég held að brúðkaupið hafi ekki farið framhjá neinum en mikið var gaman að geta fylgst með úr fjarska þó svo að ég hefði sannarlega heldur kosið að geta gefið þeim hamingjuknús á stóra daginn! Glæsilegri brúðhjón er afar erfitt að finna! Enn og aftur til hamingju kæru!

Úr því og yfir í allt annað – Föt og skór er eitt af þeim áhugamálum sem ég og kærastinn minn eigum sameiginleg. Fata- og skóbúnaður heimilisins er því ansi mikill og í 90 fermetrum getur það verið erfitt að koma þessu öllu saman fyrir. Ég hef einstaka sinnum birt myndir af hinum og þessum hornum á heimilinu mínu á Instagram Story. Eitt af því eru “skó” hillurnar sem þar er að finna og margir virðast áhugasamir um. Ég ákvað því að minnast á þær hér því þetta fyrirkomulag skítmixaði skóvandamál heimilisins á bæði ódýra og alveg ágætlega fallega vegu. Þegar við flytjum í stærra húsnæði dreymir okkur að sjálfsögðu um að geta útréttað fallegt fataherbergi með góðum innréttingum fyrir föt og skó. En eins og staðan er núna er þetta ofsalega góð lausn! Ég ætla alls ekki að taka credit fyrir þessa hugmynd en Teitur á hana skuldlaust. Við semsagt notumst við einfaldar Billy bókahillur úr IKEA og höfum keypt auka hillueiningar til að bæta við hillum. Við erum komin með tvær slíkar á heimilið, (þyrftum helst tvær í viðbót). Einföld og ódýr lausn sem ég mæli með ef einhver er í sömu pælingum!
Við stefnum að vísu á taka fataherbergið okkar í gegn á næstunni og þá vonandi mun vera hægt að nýta þessar hillur þar inni undir skóbúnaðinn. Ég mun að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með þeim framkvæmdum ef við komum okkur einhverntímann að verki þ.e.a.s. ;)

Eigið góðan sunnudag!

Bestu, Fanney
Instagram: fanneyingvars

SÍÐUSTU DAGAR

Skrifa Innlegg