SÍÐUSTU DAGAR

Ég á uppsafnað fjöldan allan af myndum sem sýna nokkurn veginn frá hvað ég hef verið að bralla undanfarna daga og vikur. Dagarnir hafa einkennst af ferðalögum, árshátíð vinkonuhópsins, fjölskyldustundum, almennu stússi, 17. júní og mörgu fleira. Ég ætla að deila því með ykkur í máli og myndum.


Kjóll: &Other Stories
Taska: Carhartt
Skór: Asos
Sólgleraugu: Dior

Heimsókn til dásamlegu Boston núna á dögunum. Boston er líkt og New York ein af mínum uppáhalds borgum í Bandaríkjunum. Boston er ótrúlega notaleg og mjög evrópsk borg. Þrátt fyrir stóra borg finnur maður töluvert minna fyrir öllu öngþveitinu og því ótrúlega mannhafi sem er að finna í öðrum borgum Bandaríkjanna. Boston að sumri til er uppskrift af dásamlegu fríi.


Jakki: Mads Norgaard / Húrra Reykjavík
Buxur: American Apparel
Bolur: Zara
Skór: Nike Air Force 1 upstep / Kox Kringlunni

Einn af ca. tveimur sólardögum sumarsins. Við áttum afar ljúfan stússdag í höfuðborginni þennan ágæta sólardag! Gallabuxurnar sem ég klæddist er flík sem ég fæ reglulega fyrirspurnir um. Ég keypti þær í New York í American Apparel árið 2012. Sniðið er fullkomið að mínu mati. Ég hef notað þær ansi mikið síðastliðin 6(!) ár.

Ég sló heldur betur í gegn þegar ég afhenti Teiti Páli þrítugsafmælisgjöfina. Ég gaf honum kaffivél sem honum hafði dreymt um að eignast í marga mánuði. Vélin er semsagt frá Sage og heitir The Oracle Touch. Ég viðurkenni að ég er orðin ansi montin með hana sjálf. Allir velkomnir í kaffi, við lofum góðum bolla! ;)


Toppur: Zara
Buxur: Zara
Skór: Urban Outfitters

Við vinkonurnar héldum hina árlegu árshátíð vinkonuhópsins fyrstu helgina í júní. Við fengum meiriháttar veður, ótrúlegt en satt og dagurinn var vægast sagt fullkominn. Við byrjuðum í brunch og mimosa í heimahúsi, þar voru afhentir gjafapokar og fullt af allskonar snilld. Leiðinni var svo haldið í Kramhúsið í Beyonce dansa, þaðan fórum við í Hreyfingu þar sem við lágum í spa-i með freyðivín við hönd í dágóðan tíma. Svo enduðum við aftur í heimahúsi þar sem búið var að elda fyrir okkur dásamlegan mat. Kvöldið endaði svo á tveimur topp-leynigestum þar sem að annar hélt fyrir okkur pub-quiz og hinn útbjó meiriháttar kokteila fyrir okkur. VÁ hvað þetta var góður dagur, ég er vægast sagt heppin með konurnar í mínu lífi!


Kápa: Won Hundred / GK Reykjavík
Skór: Common Projects / Húrra Reykjavík
Buxur: Zara

Fyrsta fjölskylduferðin að kíkja á endurnar átti sér stað í Hafnarfirðinum fagra. Kolbrún Anna var yfir sig hrifin!

Meiriháttar foreldrafrí í uppáhalds borg okkar beggja, New York! Ég sýndi ykkur dresspóst fá þessari ferð hér aðeins neðar á blogginu.


Skyrta: Zara
Buxur: Zara
Skór: Asos

Kolbrún Anna:
Skyrta og buxur: Newbie
Skór og slaufa: Petit

Mæðgur í stíl á leið í sjötugs afmæli. Ég er stundum pínu lúða-mamma og finnst afar krúttlegt að vera í stíl. Ég birti þessar myndir í story á Instagram þar sem ég fékk óteljandi fyrirspurnir um skyrtuna mína. Hún er úr Zöru og var keypt á Tenerife um páskana. Ofsalega klæðileg og góð eign í fataskápinn.

Ég fór í stutta heimsókn í Galleri 17 í Smáralind um daginn í þeim tilgangi að kíkja á úvalið á miðnætursprengju. Alltaf nóg af fínu þar að finna! Dressið á seinustu myndinni fékk að koma með mér heim. Ég hef varla farið úr peysunni síðan!


Toppur: Urban Outfitters
Buxur: Zara
Skór: Asos
Sólgleraugu: RayBan

Ég heimsótti Seattle í fyrsta sinn núna um síðustu helgi og horfði á Ísland – Argentína (enn með stírurnar í augunum) kl. 6 um morgun, ásamt tveimur íslenskum áhöfnum. Allt þess virði og rúmlega það! Seattle kom mér skemmtilega á óvart. Virkilega falleg borg og mikið að sjá.

Ég lenti frá Seattle um morguninn þann 17. júní svo við fjölskyldan vorum heldur seint á ferðinni að þessu sinni og misstum af helstu hátíðarhöldum. Við gerðum þó gott úr því og röltum niður í bæ og fögnuðum þjóðhátíðardeginum í besta félagsskapnum.  Talandi um að vera mæðgur í stíl. Ég ákvað að draga fram gamla Dr. Martens skó sem ég hef ekki notað lengi einungis til að vera í stíl við dóttur mína. Enn og aftur, lúða-mamma!

Ég er alltaf virk á Instagram: fanneyingvars

Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND á morgun!!
xxx Fanney

DRESS & MY LETRA

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. sigridurr

  22. June 2018

  Æðislegar myndir!x

 2. Brynja

  5. July 2018

  Svo flott úlpa!! Má ég forvitnast hvað hún heitir? finn hana hvergi á 66°

  • Fanney Ingvars

   20. July 2018

   Takk fyrir! Ég er ekkert smá anægð með hana. Hún heitir Drangajökull :)