fbpx

DRESS & MY LETRA

Ég klæddist þessu dressi síðastliðinn sunnudag – dagurinn einkenndist af brunch á Jamie’s Italian með góðum vinum og svo IKEA ferð. Ég var í heldur fínni kanntinum en mig langaði að klæðast skóm sem ég fékk mér nýlega í Yeoman á Skólavörðustíg sem ég hafði ekki enn fundið tilefni til að nota. Ég ákvað því einfaldlega að vera pæja þó að tilefnið væri ekki mikið. ;) Skórnir eru frekar sérstakir svo að þeir brjóta basic dress skemmtilega upp. Ég klæddist buxum úr H&M en þær eru rússkinslíki og mjög flottar fyrir vikið. Buxur af þessu tagi leynast víða í verslunum H&M fyrir slikk og eru margar hverjar mjög “ekta-legar”, ef svo má að orði komast. Peysuna fékk ég mér nýlega í Galleri 17 og er hún strax í miklu uppáhaldi! Kápan mín er flík sem ég fæ reglulega fyrirspurnir um en hún er frá Won Hundred úr GK Reykjavík. Fullkomin eign!

Kápa: Won Hundred / GK Reykjavík
Peysa: Envii / Galleri 17
Buxur: H&M
Skór: Kalda / Yeoman

Ég var einnig með uppáhalds hálsmenin mín frá My Letra Store. Stafamen hafa lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér en ég hef átt eitt slíkt frá Andreu í nokkur ár núna sem ég hef ekki tekið af mér. Afar nánir vinir mínir opnuðu nýlega skartgripaverslun á netinu sem selur þessi dásamlegu stafamen ásamt fleiru guðdómlega fallegu skarti! Ég var svo heppin að vera ein af þeim fyrstu sem eignaðist stafamen frá My Letra en það hefur ekki verið tekið af hálsinum síðan. Ég hef frá upphafi átt bæði F og KA (fyrir Kolbrún Anna), en T (fyrir Teitur) bættist nýlega í safnið. Einnig á ég mismunandi keðjur svo það er gaman að leika sér með hvernig maður notar menin – mis grófar og mis síðar. Ég fæ óteljandi fyrirspurnir út í menin á Instagram og hef lengi ætlað að minnast á My Letra hér á blogginu. Mér finnst ofsalega notalegt að vera alltaf með upphafsstafi dóttur minnar um hálsinn, eins brenglað og það hljómar finnst mér það tengja mig við hana þegar ég er t.d. í stoppum erlendis. Persónulegt og fallegt. Ég mæli með að kíkja á MY LETRA og skoða úvalið sem þar er að finna. Einnig fóru stafamenin nýlega í sölu bæði í verslunum Hrím og barnaversluninni Petit í Ármúlanum fyrir þá sem vilja skoða menin nánar. Ég gæti ekki mælt meira með!

Annars segi ég bara GLEÐILEGT heimsmeistaramót, eins og eflaust flestir vita var flautað til fyrsta leiks í dag. Megi okkar gjörsamlega geggjaða landsliði ganga sem allra, allra best! Ég er vægast sagt(!) ólýsanlega spennt að fylgjast með!

xxxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

NYC OUTFIT

Skrifa Innlegg