NYC OUTFIT

Þessu dressi klæddist ég þegar ég heimsótti New York á dögunum. Ég elska að koma til New York, það er klárlega ein af mínum uppáhalds borgum að heimsækja. Mig hefur lengi dreymt um að búa þar í eitt ár í hið minnsta. Ég var byrjuð að telja upp hvað ég elska við borgina, en listinn var orðinn svo langur svo ég ákvað að sleppa því. Ég einfaldlega elska þessa borg!

Samfestingur: ZARA
Skór: Common Projects / Húrra Reykjavík

Ég klæddist einnig þessum samfesting í barnaafmæli dóttur minnar sem var haldið í maí. Ég hafði keypt hann stuttu áður í Zöru í Vancouver í Canada, (þeirri fallegu borg sem ég mæli eindregið með að heimsækja, þó flugið sé langt). Ég finn hvað falleg print á flíkum heilla mig mikið! Ef ég spotta fallegt print í góðri fjarlægð í verslunum kíki ég oftar en ekki á flíkina! Skemmtilegt að brjóta upp dress með því að vera t.d. í skyrtu eða buxum með fallegu printi! Það er líka eitthvað sumarlegt við það, þó að við á höfuðborgarsvæðinu höfum ekki enn notið nógu góðs af sumrinu. En það má alltaf leyfa sér að vona að sumarið sé handan við hornið er það ekki? Skórnir eru svo ofnotaðir frá Common Projects úr Húrra Reykjavík. Þeir eru hinir fullkomnu strigaskór að mínu mati. Penir og fallegir, ekki of klunnalegir og ganga því líka fínt.

Myndirnar eru teknar á Canon EOS M100 myndavélina mína.

Þangað til næst,
xx Fanney

Instagram: fanneyingvars

PERFECT WEEKEND GET AWAY

Skrifa Innlegg