fbpx

PERFECT WEEKEND GET AWAY

Ég var búin að lofa að segja ykkur frá dvöl minni á ION Adventures Hotel á Nesjavöllum sem átti sér stað fyrir skömmu. Minn maður varð þrítugur þann 24. maí og mig langaði til að bjóða honum í eitthvað öðruvísi og skemmtilegt í tilefni af stórafmælinu. Enda held ég að það sé erfitt að finna meira afmælisbarn en mig! Okkur finnst báðum fátt skemmtilegra en að vera túristar í eigin landi, enda eigum við ofsalega fallegt land. Það að gista á hóteli hér innanlands gefur manni strax sjarmann af því hvernig það er að vera túristi á Íslandi og er einstaklega skemmtileg upplifun sem ég mæli mikið með. Við höfðum hvorug komið á ION hótelið en það hefur lengi verið í umræðunni hjá okkur að prófa það! Ég ákvað því að koma honum á óvart með gistingu og þriggja rétta máltíð á veitingahúsinu Silfru sem er staðsett á hótelinu. Þetta var upplifun í lagi, guð minn góður hvað þetta var notalegt og rúmlega það. Það kannast eflaust flestir við sundlaugina sem staðsett er fyrir utan hótelið? Þar lágum við líka heillengi í leti báða dagana með tærnar upp í loft.

Afmælisdagurinn var sumsé á fimmtudegi, honum var eytt í spa og dýrindis mat með vinum og fjölskyldu. Á föstudeginum hófst svo “óvissuferðin”. Keyrslan tekur ca 40 mínútur svo við vorum mætt í þessa náttúruparadís um 16 leitið. Við byrjuðum á því að skoða hótelið fram og til baka, settumst niður í drykk (ok, drykki), í Norðurljósasalnum og skelltum okkur í laugina. Við fórum svo upp á herbergi, opnuðum kampavín og græjuðum okkur fyrir dinner í Silfru. Skothelt plan!

Gallajakki: WoodWood / Húrra Reykjavík
Bolur: Asos
Buxur: Dr. Denim
Skór: Common Projects / Húrra Reykjavík
Taska: Gucci

Þvílík paradís eins og sést á þessum myndum!

Skyrta: ZARA
Flauelisbuxur: H&M
Skór: Urban Outfitters

Skál fyrir þér my love!

Silfra er veitingastaður á hótelinu sem er að mínu mati falinn fjársjóður. Fyrrverandi landsliðskokkar standa á bakvið matseðilinn og við vorum sannarlega ekki svikin. Dýrindis þriggja rétta máltíð og dásamlegir drykkir.

Ferðin endaði svo að sjálfsögðu á því að liggja heillengi í lauginni. Tókum fullt af myndum en nutum okkar líka alveg heilan helling án myndavélarinnar ;) Mikilvægt.

Jæja, þá hefur þessi langa færsla loksins tekið enda. Ég segi það aftur, þetta var fullkomin ferð og líkt og ég skrifaði í titlinum, the perfect weekend get away! Það þarf ekki alltaf að fljúga út fyrir landsteinana til að fara í fríi. Það er nóg í boði á landinu okkar fagra!

Myndirnar eru allar teknar á Canon EOS M100.
Góða helgi öllsömul!! xxx

x Fanney

Instagram: fanneyingvars

BARNAAFMÆLIÐ

Skrifa Innlegg