BARNAAFMÆLIÐ

Jæja, það er alveg komin dágóður tími síðan ég lét síðast til mín taka hér inni á. Það er sannarlega ekki “normið” og svoleiðis mun það ekki koma til með að vera. Dóttir mín tók sig til og nældi sér í tveggja vikna(!) flensu takk fyrir pent! Á milli fluga hef ég því undanfarið legið sem algjör sófakartafla með dóttur minni. Hún rétt náði sér í tæka tíð fyrir afmælisdaginn sinn sem betur fer, en hún varð 1 árs á mánudaginn var, 21. maí. Við héldum upp á afmælið með nánustu vinum og fjölskyldu þann 20. maí og vorum við einstaklega lukkuleg með daginn. Veislan heppnaðist stórkostlega og sú litla var í banastuði allan daginn. Litla fjölskyldan gjörsamlega í skýjunum eftir fyrstu afmælisveisluna. Þetta var í fyrsta sinn sem við skipulögðum veislu af þessu tagi og mig langaði að hafa veisluna flotta með fallegum skreytingum og veitingum, en vildi samt ekki fara yfir um. Það tókst svo sannarlega til að mínu mati.

Fánarnir sem hanga á veggjunum fengum við í Petit, allar aðrar skreytingar ásamt stóru blöðrunni fengum við í Partývörum. Dásamlega afmæliskakan hennar keyptum við í Sætum Syndum og aðrar veitingar voru gerðar af mér og dásamlega fólkinu í kringum okkur. Gott að eiga góða að þegar halda skal afmæli! Fallegt borðskraut, bollar, diskar, servíettur, rör, blöðrur og fleira fallegt í stíl setur ótrúlega skemmtilegan og fallegan svip á veislu af þessu tagi að mínu mati. Ég get ekki annað en mælt með Partývörum, úrvalið af slíku propsi er endalaust. Einnig langar mig að segja frá myndaveggnum en ég er ofsalega stolt af þessu mission-i mínu sem ég nennti sjaldnast að standa í en ákvað þó í hvert sinn að gera. Ég tók sumsé myndir af Kolbrúnu Önnu á hverju mánaðarafmæli fyrsta árið og prentaði svo sjálf myndirnar út og hengdi upp á vegg fyrir afmælið. Ótrúlega dýrmætt að eiga þessar myndir þegar fram líða stundir. Breytingin fyrsta árið er svo ótrúlega mikil svo þetta er ofsalega gaman að eiga – þetta var einstaklega skemmtilegt að hafa í afmælinu og gestir höfðu einnig gaman af!

Elsku litla dásemd! Ég var svo ánægð með dressið hennar (ekki annað hægt), en það er allt eins og það leggur sig úr Petit. Ég fékk þó nokkrar fyrirspurnir varðandi það á Instagram – en ég var dugleg að deila myndum þar úr veislunni. Ég trúi ekki að þessi litla rófa sé orðin 1 árs. Þetta dásamlega, krefjandi, skemmtilega, lærdómsríka, erfiða og á endanum fullkomna ár leið svo hratt að það hálfa væri hellingur. Kolbrún Anna hefur fært okkur meiri ást og hamingju en okkur nokkurn tímann hefði grunað.

Takk elsku vinir og fjölskylda fyrir að gera fyrsta afmælisdaginn hennar Kolbrúnar Önnu ógleymanlegan. Núna er það bara að sinna næsta afmælisbarni því að minn maður er þrítugur í DAG!! Við ætlum að njóta heilan helling næstu daga og ég hlakka til að segja ykkur frá því.

Samfestingurinn sem ég var í er úr ZARA og ég keypti hann í Vancouver á dögunum. Gæti verið til hér heima?
Ég tók allar myndir úr afmælinu á Canon EOS M100 myndavélina mína sem ég er svo ánægð með og fékk að gjöf frá Origo.
Instagram: fanneyingvars

Þar til næst,

xx Fanney

 

 

DRESS

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Lára

  24. May 2018

  Ótrúlega flottur samfestingurinn þinn, má ég spyrja hvar hann er keyptur?

  • Fanney Ingvars

   24. May 2018

   Takk kærlega fyrir það. Já ég ætlaði nú að taka það fram í færslunni en það hefur gleymst! Ég keypti hann í Zöru í Vancouver núna á dögunum – gæti verið til hér heima? er ekkert smá ánægð með hann! xx

   • Lára

    24. May 2018

    Takk kærlega❤️