fbpx

ÞORÐU AÐ SEGJA SANNLEIKANN

andleg heilsaandleg vellíðan

Það getur verið ansi erfitt að segja sannleikann. Margir segja ekki það sem liggur þeim á brjósti og ljúga jafnvel að sér sjálfum og öðrum til þess að fresta óþægindum sem því fylgir. Það skapar ákveðið vesen. Frestuð vandamál hrannast upp og koma í bakið á þér seinna meir. Það góða við það að forðast sannleikann að þú færð skammtíma öryggi en þetta öryggi á eftir að splúndrast fyrr eða seinna ef þú heldur áfram að ljúga.

Í staðinn fyrir að þora að taka á einu vandamáli fyrir sig þá safnast allt í einu 40 vandamál upp sem þú þarft að glíma við. Það verður til þess að þú getur hreinlega ekki átt við öll vandamálin á sama tíma og þú upplifir mikla andlega erfiðleika.

Byrjaðu að segja sannleikann við sjálfan þig. Líður þér vel með það sem þú ert að gera? Hvað viltu virkilega? Viltu vera í þessari vinnu sem þú ert í? Ertu að gera eitthvað bara útaf hópnum eða félagslegum normum en ekki það sem þú vilt virkilega gera sem einstaklingur? Ertu sáttur við makann þinn? Þorðu að vera heiðarleg/ur við sjálfan þig. Allavegana ekki ljúga af sjálfum þér. Breyttu þér ef þú þarft. Breytingar eru að hinu góða. Ef þú ert óhamingjusöm/amur í vinnunni en gerir ekkkert í því, þá verðuru alveg jafn óhamingjusöm/amur í henni eftir 5 ár nema með miklu fleiri vandamál sem þú þarft að takast á við.

Segðu sannleikann við aðra. Það sem er mikilvægt að nefna að þú ert ekki að segja sannleikann til að vinna samræður. Þú ert að segja hann svo báðir aðilar vinni. Þegar þú segir sannleikann þá færðu oft sannleikann á móti sem stangast jafnvel smá á við hvorn annan og á endanum kemst sannleikurinn í eitthverksonar milliveg. Þú vilt ekki vinna þar sem þú þarft ef til vill að sitja uppi með þann sem tapar.

Ef þú ert ósátt/ur við makann þinn, segðu honum hvað þú ert ósátt/ur með. Ekki fresta því þangað til allt splúndrast og þið verðið á barminum á að hætta saman. “Ég hef verið í óhamingjusömu hjónabandi í þrjú ár” – Tók þig virkilega þrjú ár að þora að segja það sem þú ert að hugsa? Afhverju í fjandanum sagðiru það ekki það sem þú varst ósátt með eftir tvær vikur, gætiru ímyndað þér hvernig sambandið gæti væri í dag? Ef til vill væri það betra eða þú værir komin/n í annað betra samband. Eitt veit ég, þú hefðir ekki sóað þremur árum í lífinu þínu í óhamingjusemi.

Þorðu að segja sannleikann, bæði við sjálfan þig og aðra. Það er erfitt en nauðsynlegt. Það sem fólk sér oft eftir í lífinu er að hafa ekki haft hugrekkið til að tjá tilfinningarnar sínar. Þegar þú segir sannleikann munt þú lifa meira í samræmi við sjálfan þig, sambönd þín við aðra verða betri og þú verður ánægðari með lífið. Sannleikur er sagna bestur.

MILLIVEGURINN #29 - MARTIN HERMANNS

Skrifa Innlegg