Andri var þunglyndur og kvíðinn í mörg ár. Hann drakk ofan í andlegu veikindin til að deifa sársauka og fresta tilfinningum. Um svipað leiti og hann vildi “klukka” sig út úr lífinu fann hann líflínu í kulda og hreyfingu. Andri talaði um sína einstöku sögu og um allt sem tengist kulda og öndun. Síðast en ekki síst talaði hann um ýmis atriði í tengslum við andlega þáttinn eins og fórnarlambshugsun, trú og fyrirgefningu.
2 Skilaboð
-
Er búin að hlusta á nokkra þætti hjá ykkur mjög fróðlegt og einlægt og það verður spennandi að sjá hvernig þeir muni þróast en… kynjahlutfall viðmælenda hjá ykkur er gjörsamlega absúrd, innan við 10% konur?? Algjör tímaskekkja. Dettur ykkur virkilega ekki neinar flottar konur í hug til að taka viðtal við?
Skrifa Innlegg