fbpx

MILLIVEGURINN #12 – ANDRI ICELAND (ÍSLENSKI ÍSMAÐURINN)

andleg heilsaandleg vellíðan

Andri var þunglyndur og kvíðinn í mörg ár. Hann drakk ofan í andlegu veikindin til að deifa sársauka og fresta tilfinningum. Um svipað leiti og hann vildi “klukka” sig út úr lífinu fann hann líflínu í kulda og hreyfingu. Andri talaði um sína einstöku sögu og um allt sem tengist kulda og öndun. Síðast en ekki síst talaði hann um ýmis atriði í tengslum við andlega þáttinn eins og fórnarlambshugsun, trú og fyrirgefningu.

FJÁRFESTU Í SJÁLFUM ÞÉR Á HEILSUDÖGUM NETTÓ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sara María

    31. January 2019

    Er búin að hlusta á nokkra þætti hjá ykkur mjög fróðlegt og einlægt og það verður spennandi að sjá hvernig þeir muni þróast en… kynjahlutfall viðmælenda hjá ykkur er gjörsamlega absúrd, innan við 10% konur?? Algjör tímaskekkja. Dettur ykkur virkilega ekki neinar flottar konur í hug til að taka viðtal við?

    • Beggi Ólafs

      1. February 2019

      Sæl Sara María,

      Takk kærlega fyrir hlý orð.

      Af 12 þáttum erum við með 3 konur. Það er 25%. Ég skil punktinn hjá þér vel en við erum með fullt af konum á listanum hjá okkur og við höfum spurt all nokkrar konur um að koma til okkar sem hafa ekki komist til okkar hingað til.

      Við viljum bara spjalla við áhugavert fólk, burt séð frá kyni, svo þetta er algjörlega ómeðvitað hjá okkur. En að sjálfsögðu viljum við líka fá frambærilega konur til að taka viðtal við. Endilega sendu á mig tillögur á beggiolafs@beggiolafs.com.