fbpx

LÍFIÐ MITT Í SUMAR

Mig langaði til að koma með eina “venjulega” bloggfærslu og segja ykkur frá lífinu mínu þessa dagana. Ég var að klára önnina í skólanum mínum en ég er í mastersnámi í Hagnýtri jákvæðari sálfræði og þjálfunarsálfræði. Ég fýla þetta nám mjög vel. Ég hef það mikla ástríðu fyrir sálfræði þessa dagana að ég læri jafnvel meira núna heldur en ég gerði áður en ég fór í sumarfrí. Ég elska að lesa og afla mér upplýsingar sem auka þekkingu sem getur nýst mér og að hjálpað öðrum einstaklingum.

Fótboltinn var að byrja og ég er að spila með Fjölni í Inkasso deildinni. Til þessa höfum við spilað fimm leiki, unnið fjóra og tapað einum. Það er alltaf skemmtilegur tími þegar fótboltinn er að byrja og maður fær að sjá uppskeruna eftir erfiði vetrarins.

Á sumrin nýti ég tímann til að líta á sjálfan mig og endurskipuleggja hlutina sem ég er að gera í lífinu. Núna er að vinna að nýjum fyrirlestrum sem ég ætla byrja með í ágúst/september. Auk þess er ég að vinna að námskeiði sem ég stefni á að byrja með í september. Þess á milli fæ ég skemmtilega einstaklinga í podcastið okkar Arnórs, Milliveginn. Ég er líka að fá einstaklinga til mín í þjálfunarsálfræðitíma en þið geta nálgast frekari upplýsingar um hana hér.

Að lokum ætla ég að reyna njóta sumarsins til hins ýtrasta með því að gera það sem veitir mér ánægju. Ég hef áttað mig á því að ég er ánægður þegar ég afkasta einhverju eða þegar ég geri einhvað sem gerir mig að betri einstakling í dag heldur en í gær. Í sumar ætla ég því að læra sálfræði, njóta þess að spila fótbolta, fara í útilegu, eyða tíma með fjölskyldu og vinum, fara í sund, grilla góðan mat og jafnvel skella mér í bústaðinn nokkrum sinnum. Lífið mitt þarf ekki að vera mikið flóknara en þetta.

Vonandi höfðuð þið gaman af þessari færslu sem er með aðeins öðruvísi sniði en venjulega!

MÓTSÖGNIN Í ÞVÍ AÐ LÍÐA ÞÆGILEGA MEÐ ÞVÍ AÐ GERA ÞAÐ ÓÞÆGILEGA

Skrifa Innlegg