fbpx

FJÁRFESTU Í SJÁLFUM ÞÉR Á HEILSUDÖGUM NETTÓ

PlöntufæðiSamstarfvegan

Ég er einlægur aðdáandi að góðum matvörubúðum með gott úrval af heilsuvörum. Ég gæti eitt heilu klukkutímunum í þessum búðum og þessvegna var ég alveg svakalega ánægður þegar Nettó hafði samband og vildi athuga samstarf með mér. Það er mikill heiður fyrir mig að fá að standa fyrir Heilsu & Lífstílsdagana í Nettó.

Það besta sem þú getur gert er að fjárfesta í heilsunni þinni. Þú færð það margfalt til baka. Án þess að vera dramatískur þá er bara til ein útgáfa af þér og mín skoðun er sú að við eigum að hámarka okkar tilvist á þessari jörð víst við erum á annað borð hérna.

Einn af fjölmörgum liðum í því að hámarka sjálfan sig er að efla góða heilsu. Einn liður í góðri heilsu er næring. Heilsusamleg næring getur hinsvegar oft verið dýr og ég skil vel að fólk sneiðir framhjá henni. Það er ekki sjálfgefið að eyða pening í heilsuvörur. Það getur hinsvegar verið rosalega mikilvægt þar sem góð næring er einn af lykilþáttum í að hafa orkuna í því sem við gerum dagsdaglega. Það skilar sér margfalt til baka að næra okkur á eins ákjósanlegan máta og við getum.

Þess vegna er ég spenntur að segja ykkur frá að það eru allskonar tilboð og afsláttur á fjölbreyttum heilsuvörum á Heilsu & Lífstílsdögum Nettó. Mig langar sérstaklega til að benda ykkur á Ofurtilboðin hér að neðan sem þau hjá Nettó eru búin að hlaða í. Tvö tilboð á hverjum degi á allt að 50% afslætti, bara eins og í Nammilandi á laugardögum. Ég veit ekki með ykkur en ég mun allavegana koma til með að nýta mér ofurtilboðin á túrmerikinu, bláberjunum, grænkálinu, sætu kartöflunum, GOGO og möndlumjólkinni!

 Nettó er með 16 verslanir út um allt land sem eru opnar frá 10:00 til 21:00, fyrir utan í Mjódd og Granda, þar er opið allan sólarhringinn. Dagarnir eru frá 24. jan til 6. febrúar svo þið hafið tvær vikur til að byrgja ykkur upp af góðu heilsustöffi. Nettó er nammiland fyrir heilsuperra eins og mig þar sem þau leggja gríðalega áherslu á að vera með gott úrval á gæðamiklum heilsuvörum.

Þið ættuð að vera kominn með heilsubæklinginn inn um dyrnar ykkar í þessum töluðu orðum. Ef hann hefur farið framhjá ykkur er hægt að skoða bæklinginn í Nettó verslununum. Ég mæli með að skoða bæklinginn vel og vandlega ekki bara til að skoða greinina um mínar uppáhalds vegan vörur heldur líka af því að þar eru að finna fleiri áhugaverðar greinar, ýmis tilboð og girnilegar uppskriftir.

Ég skora þig á að taka ábyrgð og fjárfesta í þinni heilsu, hvort sem þú gerir það á heilsudögunum eða í nákominni framtíð. Þú gætir grætt heilann helling af því. Það getur verið krefjandi að temja sér heilsutengdar venjur en svo verða þær eins og sjálfsagður hlutur. Lítil skref verða að stórum breytingum. Áfram þú.

MILLIVEGURINN #11 - ARON MOLA

Skrifa Innlegg