fbpx

Suður Ítalía – Scilla & Reggio Calabria

BörnFerðalögInstagramMyndirPersónulegtVerona

Í lok júlí flúði ég íslenska sumarið og fór til suður Ítalíu með Emanuel á meðan Emil æfði með Hellas í Austuríki. Við Emil bjuggum þar á sínum tíma og erum því hálfgert heimafólk í Scilla og í Reggio Calabria sem er staðsett syðst á Ítalíu, rétt við Sikiley.

Eins og við vitum flest er Ítalía þekkt fyrir afbragðs matargerð en fyrir minn smekk verður maturinn betri eftir því sem sunnar dregur. Grænmetið er ferskara og tómatarnir rauðari. Pizzan er betri og svo er fiskurinn svo ferskur að hann nánast kemur sprikklandi á diskinn til þín. Að auki er sjórinn kristaltær, fólkið frábært og gestrisið með eindæmum og þjóðarsálin svo hlý og afslöppuð.

Það er því ómetanlegt að eiga heimangengt hjá góðu fólki í Scilla og geta þannig verið partur af þessum yndislega stað og samfélagi sem er okkur svo kært – og svo fallegt eins og þið sjáið kannski á myndunum.

ÍSLAND

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Anonymous

    11. September 2013

    VVVÁÁÁ….þetta eru allt himneskar myndir!! Í ljósmyndarinn með þig kona ;)

    Kv. Eva

  2. Brynja

    20. September 2013

    Dásemdar myndir hjá þér Ása mín og fallega fallega fjölskylda :)

    kv. Brynja J