fbpx

Brúðkaupið okkar 16.júní 2012

BrúðkaupFerðalögMakeupMaturMyndirPersónulegt
10x15cm120616_18.22.37

Loksins. Hér kemur það, langt brúðkaupsblogg !

Að skipuleggja og halda gott brúðkaup er ekki hrist fram úr annarri erminni bara sí svona. Það er að mörgu að huga og því ágætt að fá hugmyndir frá öðrum sem maður getur svo bara sniðið eftir sínu höfði.

Ég held að við höfum haldið ansi gott brúðkaup og því langaði mig að deila þessu með ykkur. Það má vel vera að þetta sé eitthvað sem hægt er að kalla “2007” en ég nenni ómögulega að fá svoleiðis komment hérna í kommentakerfinu. Við ákváðum að hafa brúðkaupið okkar svona og erum alsæl með það.

Ég vil byrja á að mæla með Reykjavík Letterpress sem sáu um að gera boðskortin okkar. Ótrúlega klárar stelpur sem þar vinna og geta gert mjög kúl boðskort. Það er líka skemmtilegt að persónugera frímerkin t.d með mynd af ykkur en það er mjög auðvelt að gera það á posturinn.is. Hér getið þið séð okkar boðskort.
Hverjum á svo að bjóða í veisluna er svo einn af hausverkjunum en okkar mottó var bara að bjóða þeim sem okkur langaði til að bjóða. Ég bauð t.d vinkonum systra minna, því mér þykir þær skemmtilegar.

Ég vil síðan mæla með góðum tímasetningum og staðsetningum. Það skiptir miklu máli að hugsa það aðeins ! Brúðkaupsdagurinn okkar er 16.júní en við ákváðum þann dag því þá er alltaf frídagur daginn eftir þegar við eigum brúðkaupsafmæli. Athöfnin í kirkjunni okkar byrjaði klukkan 16:30 en það er vinsælasta tímasetningin, held ég, því það passar vel uppá borðhaldið. Við giftum okkur í Dómkirkjunni, héldum veisluna í Norðurljósasal Hörpu og sváfum síðan á Hótel Borg á brúðkaupsnóttina ( og ég einnig daginn fyrir brúðkaupið ásamt mömmu minni og systrum). Allt er þetta á sama blettinum ! Gestirnir gengu því á milli staða í blíðskaparveðri, með stuttu stoppi á kaffihúsum borgarinnar áður en í veisluna var haldið. Ég frétti að það hafið verið frábær stemning í því. Við hlupum síðan uppá hótel með smá aðstoð frá leigubíl þegar veislan var búin og það var einstaklega skemmtilegt.

Þegar gestirnir okkur mættu í veisluna í Hörpu tóku á móti þeim ljúfir tónar í boði bræðranna Óskars og Ómars Guðjónssona. Þeir spiluðu á kontrabassa og gítar. Fólk gat gætt sér á frönskum makkarónum og skolað þeim niður með ýmsum drykkjum en ég frétti að mojito-inn hafi verið sérstaklega góður. Á meðan fórum við í myndatökuna og vonandi vorum við ekki of lengi í henni. Við reyndum að stilla tímanum í hóf og vorum ekki lengur en 50 mínútur. Ég held það megi ekki taka mikið lengri tíma en það.

Myndatakan okkar fór að mestu fram í Laugarnesfjöru. Ég hafði hringt í ljósmyndarann fyrir brúðkaupið og sagði henni mínar pælingar hvað myndatökuna varðar. Ég hugsaði til dæmis kjólinn minn mikið útfrá myndunum – ég vildi að hann fengið að fjúka um í íslenska rokinu. Hún útfærði hugmyndina síðan fullkomlega.

Skreytingarnar voru mjög stílhreinar en ég kaus að hafa orkideu á hverju borði, bóndarósir í vendinum mínum, helling af kertum og blöðrur með gasi í. Allt hvítt, að sjálfsögðu. Það er líka gaman að hafa minni útgáfu af vendi brúðarinnar sem hægt er síðan að kasta til kvennanna í veislunni.

Háborðið okkar var hringborð – en þá gátum við öll sem þar sátum spjallað vel saman. Og þar sem við kusum að hafa smáréttahlaðborð hófst borðhaldið stuttu eftir að við komum í veisluna. Hún elsku Tobba mín og veislustjóri sá um að setja veisluna ásamt elskulegum tengdaföður mínum sem bauð fólki að gjöra svo vel í stuttri og góðri ræðu.

Við ákváðum að hafa smáréttahlaðborð með fjölbreyttum réttum en þá getur fólk valið hvað það vill borða  og farið eins oft og það vill til að seðja hungrið. Það skapar einnig góða stemningu en fólk spjallar meira og hópurinn hristist betur saman en þegar þjónað er til borðs. Ég mæli sérstaklega með þessu !

Matseðillinn okkar var svohljóðandi:

Sushi, hellingur af sushi!
Crispy Duck með hoisin sósu
Nautaspjót með tilheyrandi sósu
Grænmetisspjót
Kjúklingaspjót með tilheyrandi sósu
Litlir hamborgarar
Klassískt sesar salat

og síðast en ekki síst var kokkurinn að skera nauta rib-eye ofan í gestina og með því var boðið upp á bernaise og franskar. Það sló alveg í gegn !

Í eftirrétt voru sígildar pönnukökur með sykri, cake pops og brúðartertur sem Dagbjört systir gerði að mestu leyti. Áfengi var í boði til klukkan 23 en eftir það var opinn bar.

Í borðhaldinu spilaði Kristján Sturla, snillingurinn sem hann er, klassísk og góð lög á píanó en það gaf einstaklega góða og ljúfa stemningu. Ég mæli mjög mikið með því !

Það var síðan heill hellingur af æðislegum ræðum og frábærlega skemmtilegum skemmtiatriðum sem fengu mig ýmist til að gráta úr hamingju og/eða gleði og færri komust að en vildu. En hún Tobba mín sá um að halda vel utan um það allt. Hún áminnti þá sem vildu tala mjög lengi með gulu spjaldi en sem betur fer fékk enginn rautt ! Ég verð henni ævinlega þakklát fyrir að taka þetta að sér fyrir okkur en hún stjórnaði veislunni algjörlega hnökralaust ! Takk enn og aftur elsku Tobba mín.

Ingó Veðurguð hélt síðan uppi fjörinu í partýinu með dyggri aðstoð Jóns Ragnars og Biddu. Jesús minn, þvílíkt stuð, haha ! Emil söng reyndar líka og ég meira að segja líka. Guð, ég syng sko hræðilega eins og allir veislugestir fengu að sjá í gæsunarmyndbandinum mínu. En það er gott að fólk viti bara gallana manns – nú get ég t.d sungið fyrir framan alla án þess að fólk detti niður dautt. Fólk getur þá a.m.k forðað sér áður.

Til að fá gestina út á gólf til að dansa er góð hugmynd að fá þann sem sér um dansiballið að spila lagið sem þið ætlið að dansa brúðarvalsinn við og svo um leið og brúðarvalsinn er búinn að setja eitthvað hresst og skemmtilegt lag á en þá koma allir út á gólf. Ég var búin að biðja mína nánustu að þegar líða tæki á dansinn okkar að koma út á gólfið til okkar og dansa með okkur smá rómó vals. Mamma dró afa út á gólf og tengdamamma dansaði við bróður sinn sem síðar tryllti dansgólfið, haha. Að lokum voru allir komnir út á gólf. Einhverjir töluðu um að hafa aldrei séð sal tæmast jafn hratt út á dansgólfið en það er víst það sem maður vill ! Og þá hófst partýið ! Og það var dansað fram á rauða nótt ..

——-

Eins og ég nefndi áðan að þá sváfum við mæðgin, við mæðgur og allar systur mínar saman á Hótel Borg daginn fyrir brúðkaupið. Það var æðislegt og setti algjörlega stemninguna fyrir daginn. Við spjölluðum langt fram á nótt, opnuðum freyðivín og skáluðum ( bindindismanneskjurnar sem við erum drukkum það þó ekki ) bárum á okkur brúnkukrem og áttum dásamlegt kvöld saman. Þegar ég vak

naði voru þær búnar að fara út í bakarí og leggja á borð. Oh, hvað mér fannst þetta geggjað ! Þarna gerði ég mér svo innilega grein fyrir hvað ég á bestu og frábærustu mömmu og systur í heimi. Ég hef alltaf vitað það en þarna var þetta eitthvað svo sérstakt. Ég get ekki þakkað foreldrum mínum nógu mikið fyrir að hafa búið til þessa frábæru og vel heppnuðu fjölskyldu ! Ég elska ykkur. Og allar gestina okkar líka. Ég vissi að við Emil ættum gott fólk að en við fengum það algjörlega staðfest að við eigum skemmtilegustu fjölskyldu og vini heims !!! =)

… Á meðan ég var á hótelinu hélt Emil hamborgarpartý heima fyrir fjölskylduna sína og vini – það er brilliant stemmari líka og ég mæli svo sannarlega með því !

Uppúr hádegi skiptum við um herbergi og fórum á svítuna en þangað mættu sminkurnar og hágreiðsludömurnar sem gerðu okkur stelpurnar fínar fyrir daginn. Guðbjörg Hulddís, Theodóra Mjöll og Sigríður Dúna sáu um að fegra mannskapinn og gerðu það svona líka ljómandi vel. Ég mæli svo sannarlega með þeim. Það varð reyndar smá misskilningur hjá mér, allt endaði á síðasta snúningi og því stóð ég nakin uppi á hóteli þegar ég átti að vera að ganga inn kirkjugólfið. Ég mæli ekki með svoleiðis misskilningi, passa að allt sé á hreinu, en ég mæli þó með því að finna sig allar til saman. Það var frábær stemning. Ljósmyndarinn okkar hún Aldís Pálsdóttir sem ég mæli svo hjartanlega með, mætti uppá herbergi og myndaði okkur við undirbúninginn og einnig þegar við svo gengum öll saman yfir í kirkjuna þar sem pabbi beið mín. Og allir hinir :)

Ég sá mig ekki áður en ég fór út af hótelinu. Ég setti ekki heldur eyrnalokkana í mig sem ég vildi hafa og fleira í þeim dúr. Æji, það er ekki gaman og ég verð smá svekkt þegar ég hugsað um þetta.

Emanuel var allan tímann í öruggum og góðum höndum elsku Katrínu minnar. Ég vissi ekki af honum en hann var í veislunni að ganga 22 held ég. En þá fór hún með hann upp á Hótel Borg í herbergið okkar og svæfði hann þar. Við kusum að hafa hann hjá okkur því hann var bara 6 mánaða og það heppnaðist rosalega vel með þessu fyrirkomulagi.

Yndislegu systur mínar og vinkonur með elsku Sonju mína í fararbroddi voru svo búnar að skreyta herbergið okkar með heilum helling af kertum og skilja eftir stóra körfu fulla af góðgæti. Ég hakkaði í mig roastbeef samloku um miðja nótt og mér fannst það geðveikt, hahah !! Í körfunni hékk síðan hjartablaðra. Æji, þetta var bara allt fullkomið.

Ég geti ekki mælt nógu mikið með Hótel Borg. Fyrir utan að vera flottasta hótel borgarinnar ( Lady Gaga var þar t.d líka ;) að þá er þjónustan þar sú allra besta sem ég hef vitað um. Það var stelpa sem heitir Heiða sem sá um okkar mál og ég á enn eftir að hringja og segja yfirmanninum hennar að betri þjónustu hef ég ekki fengið. Heiða, sem ég þekki ekki neitt, sá um að gera daginn okkar enn betri með einstakri þjónustulund og almennilegheitum. Ef þið þekkið Heiðu þá bið ég að heilsa ;)

Að morgni 17.júní vöknuðum við, við íslenska þjóðsönginn spilaðan á Austurvöllum. Það var algjörlega til að trompa daginn. Þetta var í einu orði sagt ÆÐISLEGT !!!

.. og hvað það var síðan skemmtilegt að hitta marga vini Emils óvænt á KFC í hádeginu daginn eftir. Það var frábært ! haha !

Eru ekki allir löngu hættir að lesa núna ? haha..

Tökum þá saman nokkur meðmæli:

Ég mæli með:

 • Fyrst og fremst mæli ég með að hafa ALLT skriflegt þegar kemur að kostnaði og verðtilboðum. Ef þú ert ekki búin að sjá pistilinn minn varðandi það hér að neðan þá mæli ég með að þú lesir hann.
 • Hörpu og starfsfólki Hörpudisks ! Þau fá 100% meðmæli. Allt algjörlega tipp topp hjá þeim eins og við var að búast.
 • Hótel Borg. Flottasta hótel landsins með bestu þjónustuna.
 • Dómkirkjunni – fullkomin að stærð og góð staðsetning
 • Hlýralausum kjól ef þú ert með barn á brjósti. Ég kippti svo kjólnum bara niður og smellti Emanuel á í miðjum ræðuhöldum. Það er ekkert gaman að þurfa að fara bakvið til að klæða sig úr og gefa.
 • Prestinum okkar honum Hafliða Kristins.
 • Páli Óskari og Monicu. Þau spiluðu og sungu eins og englar, eins og þeim einum er lagið.
 • Ingó Veðurguð. Betri partýhaldari er ekki til.
 • Pétri Jóhanni, hann kemur öllum til að hlægja
 • Aldísi Páls ljósmyndara. Ótrúlega fær á sínu sviði
 • Fara á KFC og fá sér “post wedding” mat !
 • Óskari Guðjóns og Ómari Guðjóns sem spila einstaklega flotta live tónlist.
 • Live dinnertónlist gefur góða stemningu.
 • Að vera með mömmu sinni, systrum eða vinkonum daginn/kvöldið fyrir brúðkaupið !
 • Að finna sig til með þeim líka !
 • Að hafa dresscode. Íslendingar klæða sig alltof mikið í svart, líka í brúðkaupum !
 • Díönu Björk Eyþórsdóttur fyrir að gera neglurnar mínar svona fínar.
 • Súrefnisandlitsmeðferð í Systraseli.
 • Að hafa smáréttahlaðborð. Þá fá allir eitthvað við sitt hæfi og hópurinn hristist vel saman.
 • Rib-eye, franskar og bernaise – það er killer blanda og allir fara glaðir heim.
 • Að brúðguminn keyri sjálfur bílinn eftir kirkjuna. Það er talsvert meira kúl en að hafa bílstjóra.
 • Sminkunni henni Guðbjörgu Hulddís og hárgreiðsludömunum þeim Theodóru og Sigríðu Dúnu.
 • Hamborgara eða pulsupartý daginn fyrir brúðkaupið fyrir fjölskyldu og vini.
 • Jóhönnu Bertu Bernburg – hún er snillingur í brúðardönsum.
 • Að verðandi brúður fari í kalt fótabað og gangi í stuðningsokkum á meðan á undirbúningi stendur. Það hjálpar til að halda fótunum ferskum í háu hælunum.
 • Að hafa hringborð sem háborð.
 • Að gestirnir ráði sjálfir hvar þeir sitja við borðið – það er algjör óþarfi að raða fullorðnu fólki niður í sæti, finnst mér. 
 • Að skrifa stutta og fyndna lýsingu á öllum gestum veislunnar og hafa á hverju borði fyrir sig. Þannig er kominn grundvöllur fyrir samræður innan borðsins og góð stemning skapast. Ég ætlaði að gera þetta en hafði að lokum ekki tíma.
 • Að fara úr veislunni á undan gestunum. Þú vilt ekki lenda í því að standa og kveðja alla gestina..

Og svo það sem ég mæli ekki með:

 • Að gleyma að taka mynd af ykkur brúðhjónunum með foreldrum og systkinum. Það er agalegt að hafa gleymt því !
 • Að spara þegar kemur að ljósmyndaranum. Ég sé mjög mikið eftir því að hafa ekki haft professional ljósmyndara í veislunni líka.
 • Að vera í tímaþröng með hár og förðun.
 • Að brúðguminn sé steggjaður tvisvar sinnum vikuna fyrir brúðkaupið.
Ég er örugglega að gleyma heilum helling en þetta er svona það helsta sem ég man eftir ákkúrat núna.

——-

Smá um brúðkaupsferðina þar sem ég fékk fyrirspurn í kommentunum.

Ég mæli með því að öll nýbökuð hjón fari í smá brúðkaupsferð. Sama hvort það er út á land eða erlendis. Það er svo hátíðleg stemning í loftinu dagana eftir brúðkaupið, maður vill helst svífa bara um á bleika skýjinu sínu og gera ekkert annað. Mér finnst líka vel við hæfi að hjón fari smá í burtu tvö ein og haldi uppá það að vera orðin gift !! Ég upplifði reyndar algjört spennufall líka. Sumir ( lesist við Emil ) höfðum var

la talað saman dagana fyrir brúðkaupið og því fannst mér brúðkaupsferðin mjög kærkomin til að endurnýja kynnin, ef hægt er að orða það þannig. Við fórum til Dubai í algjöra afslöppun en það hentaði líka Emil vel því hann var nýkominn heim eftir mjög langt season með Hellas. Fyrir áhugasama eru nokkrar myndir úr ferðinni okkar hér.

Það eru örugglega flest brúðhjón sammála mér en eftir brúðkaupsdaginn stendur eftir þessi djúpa og ólýsanlega þakklætistilfinning. Það er svo ótrúlegt hvað allri lögðust á eitt fyrir okkur og voru tilbúnir að leggja hönd á plóg svo að dagurinn yrði sem bestur. Ég hélt í alvörunni að ég myndi springa úr þakklæti dagana á eftir og ég verð ævinlega þakklát öllum fyrir þetta.

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi brúðkaup eða brúðkaupsundirbúning og viljið spurja mig getið þið haft samband við mig á asareginsdottir@gmail.com en svo finnið þið mig einnig á facebook.

Dubai

Skrifa Innlegg

37 Skilaboð

 1. Unknown

  27. October 2012

  Takk svo mikið fyrir þetta blogg frú Ása og til hamingu!

  Mig langar samt að spurja þig út í hringana ykkar, er þetta giftinga og trúlofunar sem þú ert með ?

  Sá að þú ert með tvennskonar.

  Takk fyrir að deila þessu með okkur!

  Kv. Sólveig Björg

 2. Unknown

  27. October 2012

  Takk svo mikið fyrir þetta blogg frú Ása og til hamingu!

  Mig langar samt að spurja þig út í hringana ykkar, er þetta giftinga og trúlofunar sem þú ert með ?

  Sá að þú ert með tvennskonar.

  Takk fyrir að deila þessu með okkur!

  Kv. Sólveig Björg

 3. Ása María Reginsdóttir

  27. October 2012

  Hæ Sólveig Björg. Já ég er með tvo hringi sem ég set saman. Annar er trúlofunar og hinn er giftingahringurinn okkar. Emil er mjög glysgjarn og því er giftingahringurinn eftir því =)

 4. Gudridur

  27. October 2012

  Jeijjj, ég vildi lesa meira! Love it! Tetta var svoooo skemmtilegt og allt svo fallegt og flott og fullkomid. Fannst svo gaman ad koma og njóta dagsins med ykkur – skemmti mer svo ótrulega vel. Algjorlega yndislegur dagur og tid fallegustu brudhjon sem uppi hafa verid =) Love you

 5. Gudridur

  27. October 2012

  …og myndirnar..eigum vid ad ræda tær!! BJÚTÍFÚL!! =)

 6. Sonja Marsibil

  27. October 2012

  Ohh… þetta var svo yndislegur og ógeðslega skemmtilegur dagur!! Allt gjörsamlega fullkomið og ég get sko sagt þér það að það verða pönnsur í mínu brúðkaupi líka! hahaha!

 7. Kristín Geirs

  28. October 2012

  Yndislega fallegur dagur í alla staði!! :D

 8. Anonymous

  28. October 2012

  Þú ert gull af manni! Það skín úr öllu sem að ég les eftir þig, hvað þú ert einlæg og hjartahlí manneskja! Þegar ég les bloggið þitt langar mig að verða betri! Ég veit þetta hjómar kannski einkennilega, en mér finnst þetta í alvörunni, án þess að þekkja þig neitt, nema í gengum bloggið!

  Bestu kveðjur -Ó

 9. Anonymous

  28. October 2012

  Frábær lesning, maður fékk algjört flashback á þessum dásamlega degi. Svo ótrúlega þakklát á fá að vera lítill hluti af honum.
  Það var bara allt fullkomið, sama hvert litið er og þannig vill maður auðvitað hafa það:)

  Vá hvað ég er farin að sakna þess MIKIÐ að heyra í þér!

  Kv. Eva

 10. Ása María Reginsdóttir

  28. October 2012

  Takk stelpur – elsku besturnar mínar. Þið vitið ekki hvað þið eigið stóran þátt í að gera daginn að því sem hann var. Þetta hljómar kannski sem óttaleg klisja en er svo dagsatt og þið munuð kannski skilja það betur þegar þið giftið ykkur :) Og Guðríður þú að koma heim í brúðkaupið, ég verð þér ævinlega þakklát. Sko í alvöru, ævinlega <3

 11. Ása María Reginsdóttir

  28. October 2012

  Og já Eva !! Ég þarf að fá að heyra ferðasögu, ertu ekki að fara að koma heim ???

  og það var yndislegt að lesa þetta komment frá þér “Ó” yfir morgunmatnum.. takk kærlega vel fyrir =)

 12. Anonymous

  28. October 2012

  Frábært blogg, fullt af góðum hugmyndum sem ég er búin að skrifa hjá mér fyrir framtíðarbrúðkaupið ;) Takk kærlega fyrir að deila þessu með okkur :)

 13. Anonymous

  28. October 2012

  jeij búin að hlakka til að fá brúðkaupsblogg!
  Þetta nýtist fólki pottþétt sem er í brúðkaupshugleiðingum… margir punktar sem ég mun allavegana hafa í huga ef kemur að giftingu á mínum bæ!
  …Þetta lýtur út fyrir að hafa verið fullkomin dagur! Allt svo fallegt!

  Kv.Ingibjörg Bj.

 14. Anonymous

  28. October 2012

  Skemmtilegt:) en hvað með brúðkaupsferð, fóruð þið ekki í svoleiðis? Ef svo, mælir þu með e-u sérstòku varðandi það?

 15. Íris

  28. October 2012

  Vá þetta hljómar yndislega :)
  Mig langaði að spurja hver sá um veitningar? Er að fara að gifta mig á næsta ári og finnst það sem þið buðuð upp á hljóma svo vel.

  Takk fyrir æðislegt blogg.

 16. Anonymous

  28. October 2012

  Frábært blogg, er búin að fylgjast með þér lengi og langaði að hrósa þér fyrir einlægnina og hlýjuna sem skín í gegn.
  Mér finnst persónulega MJÖG gaman þegar þú deilir því sem þú ert að kaupa, ég er sjálf búin að panta mér svona sængurvera sett eins og þú settir inn um daginn.

  Ókunnug kona úr Garðabænum :)

 17. Ása María Reginsdóttir

  28. October 2012

  Takk stelpur :) Það er gaman að fá svona skemmtileg komment !

  En já ég var í margar klst að skrifa þetta blogg þannig ég vona innilega að þetta komi að einhverjum notum – endilega segið vinkonum ykkar frá sem eru að fara að gifta sig ;)

  Varðandi brúðkaupsferðina að þá skal ég bæta því við bloggið. Steingleymdi því alveg..

  Hörpudiskur sem er held ég í eigu Múlakaffi sá um veitingarnar en ég sá alveg um að ákveða matseðilinn. Þeir bara elduðu matinn og gerðu það svona afskaplega vel.

  Takk aftur fyrir kommentin, ég hefði farið að grenja ef ég hefði ekki fengið nein komment.. hahaha.. ;)

 18. Ása María Reginsdóttir

  28. October 2012

  Og já, kona úr Garðabænum. Vá hvað ég er glöð að heyra þetta ! Þú átt eftir að verða svo ánægð með þessi rúmföt, þau eru í alvörunni æðiiii… ég þarf að drífa í að panta mér líka =) Gaman að heyra að þú hafir gaman að þessu og takk fyrir að segja mér frá =)

 19. Anonymous

  28. October 2012

  Ég les bloggið þitt regluleg og er búin að bíða mjög lengi eftir einmitt þessu bloggi (jafnvel þótt ég sé ekkert að gifta mig í bráð) ! Þetta hljómar allt svo yndislega, allt hvítt og fullkomið..

  Ég líka sammála ókunnugri konu úr Garðabæ en mér finnst geðveikt gaman að lesa um eitthvað sem þú hefur verið að kaupa þér :)

  kv. H

 20. Anonymous

  29. October 2012

  Mér finnst þú líka alveg yndisleg manneskja, þekki þig ekki neitt en það skín alveg í gegnum bloggið þitt hvað þú ert hjartahlý og yndisleg. :) Og mér finnst þið Emil bara eitthvað svo frábær hjón, það er svo fallegt hvernig hann gefur þér 40 rósir upp úr þurru o.s.frv.! Ekkert smá rómantískur! :)

  Brúðkaupið ykkar hefur greinilega verið alveg yndislegt! Innilega til hamingju með þetta allt saman, þið eruð flott fjölskylda og mikið svakalega er sonur ykkar SÆÆÆTUR!
  Kær kveðja,
  Hanna

  ps mér finnst líka mjög gaman þegar þú segir frá einhverju sem þau kaupir þér, ég hef aldrei fengið það á tilfinninguna að þú eyðir bara hömlulaust í föt eða slíkt, þvert á móti þá finnst mér meira eins og þú berir virðingu fyrir peningum og eyðir samkvæmt því. Það er líka allt í lagi að kaupa dýra(ri) hluti ef maður á pening fyrir því. Mér finnst svona afbrýðisemiskomment eins og á færslunni fyrir neðan alveg stútfull af biturð. Þó svo að maður eigi engan pening (eins og t.d. ég í augnablikinu, er atvinnulaus en unnustinn sem betur fer með vinnu) að þá þarf maður ekkert að láta óheppni/ógæfu sína bitna á öðrum.

 21. Anonymous

  29. October 2012

  Ég er sammála, frábært blogg beint frá hjartanu…mjög gaman að lesa það sem þú skrifar.

  ókunnug kona úr Vestubænum :)

 22. Stina

  29. October 2012

  hvaðan var kjóllinn þinn ? gordjöss

 23. Hildur Gylfa

  29. October 2012

  Vá, takk fyrir þetta. Ég er algjör græningi þegar að kemur að brúðkaupsundirbúningi svo það er mjög gott að fá svona góða lýsingu á þessu. Og myndirnar eru ekkert smá flottar, sérstaklega þessi þar sem þú ert skælbrosandi á leiðinni út úr kirkjunni sýnist mér. Gleðin skín alveg í gegn :)

 24. Berta Bernburg

  29. October 2012

  Mikið var gaman að lesa, takk fyrir mig, já og meðmælin ;)

  Kveðjur og knús,
  Berta

 25. Anonymous

  29. October 2012

  Þú ert snilldar penni!! alltaf svo gaman að lesa allt frá þér!

  En þetta brúðkaup var fullkomið í alla staði og ekki skemmdi veðrið fyrir…fannst geggjað að setjast niður á Austurvelli í leiðinni í veisluna!

  Takk fyrir mig og þennan frábæra dag sem ég gleymi seint!

  Knús á ykkur ;*

  Ásdís (Einars) ;)

 26. Anna

  29. October 2012

  Vá þetta var það skemmtilegasta sem ég hef lesið lengi, varð eiginlega bara klökk! Það er allt fullkomið við þetta brúðkaup, hringarnir sjúkir og þið bjútífúl!
  Takk fyrir þessa færslu!

 27. Guðrún G

  29. October 2012

  Frábært blogg :) er svo sammála þér í mörgu af því sem þú segir í þessu bloggi og þá sérstaklega þakklætinu.. ég gifti mig 25. ágúst síðastliðinn og það sem maður sveif á bleiku skýji og maður var endalaust þakklátur öllum sem að komu og hjálpuðu á einhvern hátt :)
  þessi dagur á að vera fullkominn :)

  Finnst alveg rosalega gaman að lesa bloggið þitt og ég vona að það gangi allt vel með leiðindarmálið sem að varð í kringum brúðkaupið…

  kveðja

  Guðrún G

 28. Ása María Reginsdóttir

  29. October 2012

  Vává æji guð hvað ég er búin að fá MIKIÐ af fallegum kommentum.. TAKK stelpur, þið eruð alveg yndislegar við mig =)

  Kjólinn lét ég sauma á mig hér úti í Veróna. Ég vissi bara hvernig kjól ég vildi, langan slóða og flæðandi hvítt siffon um allt en fann hann hvergi. Þannig hún Laura mín saumakona bjó hann til fyrir mig =)

  Ég held að öll þessi komment hvetji mig bæði til að sýna aðeins meira það sem ég kaupi sem og að skrifa lengri pistla.

  Æji hvað þessi komment ylja mér um hjartarætur á þessum annars kalda ítalska haustdegi. Takk aftur kærlega fyrir mig =)

 29. Anonymous

  29. October 2012

  Yndislegt Ása mín og ég er svo glöð að hafa fengið að upplifa þennan dag með ykkur :) Þú varst fullkomin í alla staði eins og brúðkaupið og dagurinn sjálfur :) Gott að fá svona minnispunkta fyrir brúðkaupið :) knús Heidi

 30. Hafdís

  30. October 2012

  Virkilega flott grein. Ég er svo ótrúlega sammál þér með þakklætið. Held að ég nái aldrei að þakka almennilega fyrir okkur :)

 31. Anonymous

  31. October 2012

  Æðislegt! Þið eruð ekkert smá flott! Takk kærlega fyrir að deila þessu með okkur :)

 32. Anonymous

  2. November 2012

  Frábært blogg! Ég er svo sammála kommentunum hér að ofan – í gegnum bloggið þitt sér maður bara hvað þú ert frábær og heilsteypt manneskja!
  Elska að fylgjast með blogginu þínu og ítalska lífi þínu :)

  Takk,
  Hildur

 33. Björk Haraldsdóttir

  2. November 2012

  Til hamingju með fallegt brúðkaup Ása. Þetta hefur greinilega verið yndislegur dagur eins og brúðkaupsdagar eiga að vera.Finnst alveg ömurlegt að heyra af rukkuninni sem skreytingarfyrirtækið sendi ykkur.
  Fylgist reglulega með síðunni þinni og finnst gaman að lesa skrifin þín.
  Vona að þið hafið það gott úti.
  Kv.Björk sem var á slysó.

 34. Ása María Reginsdóttir

  2. November 2012

  Takk stelpur alveg kærlega fyrir þessi skemmtilegu komment – þau gleðja bloggarahjartað mitt mjög mikið.. hahaha =)

 35. Anonymous

  4. November 2012

  Frábærar myndir og skemmtilegt að lesa um þennan dag ykkar. Leiðinlegt að heyra með blómavesenið. Er einmitt að plana minn brúðkaupsdag sem verður í Janúar og ég veit að vinir mannsins mín vilja plana tvo ef ekki þrjár steggjanir og ætla því að passa mig á því að fá þá til þess að hafa það vel í tíma. Hvers vegna var ákveðið að hafa tvær steggjanir hjá ykkur vikuna fyrir brúðkaupið?

 36. Anna

  7. April 2014

  Vá takk Ása fyrir þessa færslu! :) Bjargar manni alveg í undirbúningnum. Èg bara verð að spyrja þig hvar þú fékkst þennan guðdómlega feld sem þú í? Er þetta blárefur?

  • Ása Regins

   12. April 2014

   En gaman að heyra, frábært að þetta komi að einhverjum notum. Ef þú hefur spurningar varðandi brúðkaupsundirbúning að þá er ég alltaf til í að deila minni reynslu, þú sendir mér þá bara póst :-)
   Feldinn keypti ég í Ungverjalandi og mun hann vera af sléttuúlfi. Hann er alveg einstakur en ég hef ekki séð svona feld fyrr né síðar.