fbpx

VIÐ ERUM 8 ÁRA!

2020LÍFIÐSVÍÞJÓÐ

8 ÁRA Í DAG!

Ég sit hér í stofunni heima & hlusta á kósý tónlist á meðan ég fer í gegnum gamlar myndir frá seinustu árum.

Í dag eigum við Tómas 8 ára sambands afmæli ??

Við byrjuðum saman þegar við vorum 14 ára og þá vorum við líka bara lítil börn með unglingaveiki og útivistatíma. Þannig að við erum búin að vera þroskast saman úr því að vera unglingaveikir rugludallar yfir í ,,fullorðið” fólk. Og sambandið hefur svo sannarlega breyst síðan við kynntumst, breyst á góðan hátt. Við eigum auðvitað okkar upp og niður tíma, sem við ættum flest að þekkja. En eftir erfiða tíma koma góðir tímar. Ekki satt??

Í dag eru tímarnir heldur betur breyttir! Ég er hér á ÍS-landinu & Tómas minn úti í sólinni í Svíþjóð. En hann fer alveg að klára flugnámið & við getum ekki beðið eftir því að fá hann heim þó hann vilji nú helst bara vera í sólinni ?  Eftir tvö ár í bestu Svíþjóð þá höfum ákveðið að flytja til Íslands tímabundið, bæði til að safna smá pening & verða FORELDRAR!

Ég er ekki ennþá búin að átta mig á þessu öllu saman … BARN á leiðinni?? ?  en ég er viss um að þetta verði raunverulegra um leið & Tómas kemur heim til okkar núna í byrjun september.

Ég er MJÖG spennt fyrir fleiri árum með Tómasi❣️ Það toppar enginn þetta eintak! Hann gerir alla daga betri og dregur mig upp en ekki niður og þannig á það líka að vera.

LOVE,

 

VIKA 6-17 Á MEÐGÖNGUNNI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Elísabet

  16. August 2020

  Til hamingju með árin ykkar 8 elsku bestu börnin mín <3 man svo vel eftir því þegar 14 ára dúllurnar byrjuðu saman
  LOVE YOU

  • Arna Petra

   21. August 2020

   <3 TAKK! hahaha já litlu börn ... ? LOVEU