fbpx

PEYSUKJÓLL & LÍFIÐ

2022LÍFIÐOUTFIT

Peysa eða kjóll?
= peysukjóll

Ég fékk þónokkrar spurningar út í dress gærdagsins & þá aðallega út í kjólinn sem ég var í en margar héldu að þetta væri peysa. Þannig köllum þetta þá bara peysukjól.

Ég læt link á flíkina hér.

Blazer: MANGO
Hann er keyptur í fyrra sumar.

Ég skellti mér út með Bósa í Vesturbænum & ákvað að nýta tækifærið til þess að ná mynd af heildarlúkkinu. Þið sjáið hvernig það gekk 😆

En það besta við þennan göngutúr fyrir utan sólina, var símtalið sem ég fékk. Númerið sem ég þekkti ekki en ákvað samt að svara (sem er ekki mér líkt). Emilía komst inn á leikskóla 🙌🏻  Leikskólinn sem okkur langaði að Emilía færi í. Bestu fréttir. Ég var endalaust þakklát út daginn.

Annars þá átti ég yndislegan morgun með þessum drottningum.
Kaffihús vesturbæjar er ótrúlega næs staður til þess að setjast niður með tölvuna 💻 mæli með!

ArnaPetra (undirskrift)

OUTFIT: LITIR Í LÍFIÐ

Skrifa Innlegg