Ég er svona alla daga …
… á hlaupum um Stokkhólm með sjóðandi heitann kaffibolla að heiman. Játs, að heiman. Þegar ég var nýflutt þá leyfði ég mér að kaupa mér kaffibolla ansi oft eða einum of oft … en núna þá er ekki til auka peningur í það nema spari Þá er það bara sjóðandi sjöstrand bolli sem fær að fljóta með í skólann & kaffið helst heitt í marga klukkutíma. Stóóór PLÚS.
Skórnir sem kalla á haust & vetur … ég er búin að nota þá á næstum hverjum degi síðan ég fékk þá & þeir passa líka við flest. Skórnir fást hér og eru úr fallegu línunni eftir Andreu Röfn.
OUTFIT:
Kápa: Noomi – fæst hér
Trefill: Andrea by Andrea
Húfa: Ginatricot
Buxur: Noomi – gamlar
Skór: JoDis – fást hér
Take away bolli: Sjöstrand – fæst hér
Annars þá er bara allt gott að frétta af okkur, skólinn gengur vel og Emilíu líður vel. Hún er farin að blaðra á sænsku og búin að eignast nýja vini. Ég er búin að fara á foreldrafundi … og ég verð að fá að viðurkenna að mér finnst ég ekki svona fullorðin Tómas vinnur dagvinnu núna sem er ótrulega mikill munur að hafa hann meira heima og svo er hann duglegastur í heimi og styður við bakið á mér í þessu öllu saman.
Þangað til næst,
Skrifa Innlegg