fbpx

LÍFIÐ Í ÞESSU ÁSTANDI

2020LÍFIÐMEÐGANGAN

Já … lífið í þessu ástandi:) Ég vona að flestir séu að halda sér heima eða allavega þeir sem geta.
Svo vona ég líka að þið hafið það gott & að þið séuð að hugsa vel um ykkur <3

Síðustu dagar hjá mér hafa verið frekar skrítnir, það er búið að vera svolítið þungt yfir mér. Ég ætla ekkert að fara neitt út í það heldur er ég bara búin að vera ein stór hormónablaðra sem sprakk í gær. Þónokkur tár fengu að falla en ég fann bara hvað það var hollt & gott, bara nákvæmlega það sem ég þurfti … að skæla smá.

Ég held að við séum mörg að eiga smá erfitt núna og það er alveg eðlilegt. En þá er bara að reyna að koma sér aftur í góða gírinn & það sem mér finnst gott að gera er að minna mig á það jákvæða & góða lífinu. Í gær þá leitaði ég til ykkar sem fylgið mér á instagram & þið gáfuð mér svo sannarlega PEPPIÐ sem ég þurfti! TAKK ❣️

Eftir að hafa lesið mig í gegnum fallegu skilaboðin þá ákvað ég að það væri bara ekkert annað í boði en að eiga góðan dag í dag. Rífa mig upp úr þessu af því að það er ekki séns að ég nenni að eiga annan svona dag?? Oft þá ræður maður því alveg sjálfur – hugarfarið skiptir miklu máli.

Það sem ég gerði í gærkvöldi áður en ég fór að sofa var að skrifa niður lista yfir það sem ég þurfti að klára fyrir næsta dag – check listinn góði hjálpar mér alltaf! En það sem var nr. 1,2 & 3 í dag var að gefa mér tíma til þess að gera jóga, að eyða einni klukkustund alveg fyrir mig sjálfa & ég er eins & NÝ!

Reyndu að finna þér eitthvað á hverjum degi sem þú gerir fyrir ÞIG. Ef þú hefur bara 5 mínútur lausar, notaðu þær þá í að telja upp 5 hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir EÐA hlustaðu á uppáhalds lagið þitt & dillaðu þér smá. Ég lofa það hjálpar! 😄

Svo er hér nýtt myndband sem ég póstaði á dögunum – algjört feelgood myndband sem sýnir frá lífinu heima í þessu ástandi. Heimadekur, vinna, meðgöngu update & Bósi besti <3<3<3 Vonandi gefur þú þér tíma til þess að horfa –

Farðu vel með þig kæri lesandi!

KNÚS,Instagram hér.

TOPP 10 LISTI: BARNIÐ ER AÐ KOMA!

Skrifa Innlegg