Hallóó Malmö,
Ég var svo sannarlega búin að tala við hana Andreu Röfn áður en við mættum & fékk allskonar Malmö TIPS. Ég náði hins vegar ekki að tæma listann þar sem þetta var stutt stopp í þetta sinn.
Dagurinn byrjaði á kaffi með oatly haframjolkinni mér til mikillar gleði en hún er alltaf uppseld á Íslandi. Tómas keyrði síðan til Kalmar til að endurnýja flugskírteinið sitt. Á meðan vorum við mæðgur í svo góðum málum á röltinu um miðbæ Malmö.
Við kíktum í Beyond us sem er mjög töff búð/kaffihús/workshop. Emilía fékk að prófa sólgleraugu, frekar mikil skvísa verð ég að segja.
Svo mætti þrumuskýið stóra sem ákvað að hanga yfir okkur restina af deginum. Þannig að við hlupum á milli búða & plöntuðum okkur svo á NOIR kaffekultur. Mjög næs kaffihús. Ég lenti á spjalli við starfsmanninn & komst að þeirri niðurstöðu að ég ætti kannski bara að flytja hingað. Hún var allavega voða sannfærandi 😅 Dásamaði Malmö í döðlur.
Svo þegar ég var búin með kaffibollann minn þá fattaði ég að ég væri rennandi á rassinum, með stóran blautan blett á jakkanum & hafði þá sest á blautt teppi … þannig að ég var sem betur fer búin að kaupa mér þennan fína blazer úr Zara.
Tómas kom síðan um kvöldið & við borðuðum saman MAX – þar færðu besta borgarann í 🇸🇪 að mínu mati.
Best í heimi að fara síðan beint úr sturtunni í hrein náttföt & í hreint rúm með maska. AHHH! En ég keypti maskann í fríhöfninni, ég á svo erfitt með mig þegar ég er í röðinni að kassanum & kippi alltaf með mér of miklu dóti. Þessi söluaðferð virkar allavega vel á mig 😄
Ég er mjög spennt að koma hingað aftur & skoða borgina ennþá frekar. Kannski ég hlusti á nýju vinkonu mína & finni mér nám hér einn daginn, hver veit.
Þangað til næst –
Instagram: arnapetra
YouTube: Arna Petra
Skrifa Innlegg