fbpx

FEBRÚAR UPPÁHALDS

MAYBELLINESAMSTARF

FEBRÚAR UPPÁHALDS

Síðastliðin mánuð hef ég verið að prófa nokkrar vörur sem ég er svo skotin í frá Maybelline sem ég verð að segja ykkur frá. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er ég núna búin að vera að vinna með Maybelline í um hálft ár en hef verið að nota vörur frá merkinu í mörg ár & ég elska merkið alltaf meira & meira með tímanum. Hver elskar ekki ódýra SNILLD eins & Maybelline 🌟

En að mínum uppáhalds vörum í febrúar …

LIFTER 

Þessi dásamlegi gloss er fullkominn alla daga! Ég hef alltaf elskað að vera með gloss & ég vil yfirleitt hafa þá svona glæra & glansandi fína eins & þessi. Lifter inniheldur hyaluronic sýru sem er SNILLD af því að hann gefur mikinn raka & verður þá ekki svona klístraður eins & mér finnst gloss oft verða.

GLASS SPRAY

Ég nota glass spreyið yfir farðann sem gefur þennan fallega ljóma & raka. Svo skelli ég því oft á mig þegar ég er orðin þreytt seinna um daginn & ég get svo svarið það að það lífgar uppá mig um heilan helling.

SKY HIGH MASKARINN

Ég er mjög kröfuhörð þegar kemur að maskara & Erna Hrund vinkona & vörumerkjastjóri Maybelline veit það vel 😂 Ég hef verið að nota sama maskarann í mööörg ár sem kostar hálfan handlegg & ég er svo GLÖÐ að hafa loksins kynnst maskara sem nær að standast mínum kröfum & kostar ekki hálfan handlegg 🙌🏻

…en þið vitið þetta eflaust þar sem þessi maskari er búinn að fá mikla athygli! Sem er alls ekki skrítið :)

ERASER HYLJARINN 

& svo síðast en alls ekki síst … Eraser hyljarinn góði sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár en er að bjarga mér EXTRA mikið núna fyrir eitt stykki þreytta mömmu. Enda er hann kallaður þreytubaninn 🙌🏻

Þetta var allt frá mér í dag – endilega nýtið ykkur taxfree dagana til þess að fá vörurnar á ennþá betra verði.

Takk fyrir að lesa,

FÆÐINGARSAGAN OKKAR

Skrifa Innlegg