Eftir þrjá laaaanga daga á hlaupum á tískuvikunni og virkilega pakkaða dagskrá áttum við dásamlegt helgarfrí á Villa þar sem við vorum með engin önnur plön en að njóta og bara go with the flow. Vakna í mjúku rúmi, rölta niður í góðan morgunmat og svo hanga við sundlaugabakkann í 28 stigum & sól, gæti ekki hljómað betur.
Seinniparturinn var svo nýttur í rölti um borgina og að sjálfsögðu kíktum við í Tívolíið eins og sönnum Íslendingum sæmir. Ég held reyndar að það hafi verið 80% íslendingar í tívolíinu þennan daginn. Við hittumst þrjár vinkonur ég Elísabet okkar Gunnars og Guðrún Jóna með börnin okkar 3-16 ára og áttum dýrmætan tíma bæði fyrir mömmur & börn.
Ég mæli svo innilega með þessu fallega hóteli, ég hef skrifað um það áður hér: VILLA COPENHAGEN . Það hefur allt, fegurðina, söguna, sundlaugina, lúxusinn og gæti ekki verið betur staðsett í borginni.
xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus
Skrifa Innlegg