Verslunarmannahelgin 2020, ekkert að gerast, flestir heima og lítið að frétta. Verslunarmannahelgin mín hefur samt oftast verið einhvernvegin svona þar sem að tískuvikan í Kaupmannahöfn byrjar alltaf beint eftir þessa helgi og ég hef yfirleitt verið farin út á þessum tíma nema auðvitað núna, það er ekkert eins og það á að vera 2020 :) Tískuvikan heldur sér þó í einhverri mynd en er viku seinna á ferðinni en vanalega.
Það er einhver hluti af mér sem kann samt smá að meta það að vera bara heima, knúsa frænkur mínar & eiga rólega daga með fólkinu mínu. Þetta Covid dæmi kippir vel í og fær mann til að endurskoða allt. Glatað að missa af mörgu en hvað fáum við í staðinn?
Ég er viss um að þetta ár & þessi verslunarmannahelgi eigi eftir að sitja lengi í minningunni og það er undir okkur sjálfum komið að skapa skemmtilegar minningar á skrýtnum tímum.
Ég ætla allavega að reyna, með smá hjálp frá verslunarmanna Helga <3
Gleðilega verslunarmannahelgi
AndreA
IG: @andreamagnus
Skrifa Innlegg