fbpx

TÍSKUVIKAN

Tíska

Tískuvikan í Kaupmannahöfn = 4 dagar á hraðferð.
Dagarnir eru þétt bókaðir frá morgni og langt fram á kvöld og tíminn virðist líða miklu hraðar en venjulega, svo mikið skemmtilegt að gera og  svo lítill tími.  Við fórum á tískuviðburði, sýningar, “showroom” og vorum að kaupa inn fyrir búðina.  Þegar ég tala um við þá á ég við mig Aldísi & Elísabetu en allar erum við að vinna í tískugeiranum í sitthvorri greininni þó.  Ég var að kaupa inn fyrir búðina,  Aldís var að mynda eina af flottustu sýningunum fyrir danska merkið Notes Du Nord & Elísabet okkar hér á Trendnet átti marga mismunandi fundi og viðburði í borginni á sama tíma.  Við náðum þannig að vinna & leika saman sem er ómetanlegt og gaman.
Þreyttar konur komnar heim með fulla tösku af myndum og minningum.
Betri myndirnar hér að neðan koma úr myndavélinni hjá Aldísi en þær eru merktar,  hinar eru símamyndir <3

 

LoveLove
AndreA

Instagram @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea

UPPÁHALDS Á ÚTSÖLUNNI

Skrifa Innlegg