Október er senn á enda… Bleikur október!
Mér finnst svo frábært að hafa þennan ágæta mánuð bleikan.
Ég á það til að ýta á undan mér eða gleyma að panta mér tíma hjá krabbameinsfélaginu en þegar sá bleiki mætir á svæðið og er út um allt þá eru engar afsakanir eftir, það er bleikur dagur í skólanum hjá börnunum, bleikar vörur í verslunum & bleika slaufan sem fer ekki framhjá neinum. Þá er ekki annað hægt en að muna að panta sér tíma.
Í ár varð ég líka vör við auglýsingu frá krabbameinsfélaginu á Instagram, þau senda bréf heim, samt vantar fullt af stelpum sem eru ekki að skila sér & þátttaka kvenna í skimun hefur minnkað.
Krabbameinsfélagið kallaði í ár eftir hjálp vinkonuhópa “STELPUR STÖNDUM SAMAN & VIRKJUM VINÁTTUNA” þar sem heilu saumaklúbbarnir geta pantað í einu & kannski aðallega að við pössum upp á hvor aðra og minnum hvor aðra á að panta tíma <3
Í amstri dagsins finnst manni þessi þjónusta næstum sjálfsögð en ég er svo þakklát fyrir að búa hér við þessar aðstæður og finna fyrir því að það sé vel passað upp á okkur. Ég hef sjálf greinst með frumubreytingar og farið í aðgerð, svokallaðan keiluskurð eins og fjölmargar íslenskar konur.
Núna er ég svo komin á þann aldur að ég fer líka í brjóstaskoðun á tveggja ára fresti en ég gerði það einmitt í þessari viku.
Við þekkjum allar einhverja konu nálægt okkur sem hefur tekið slaginn og farið í krabbameinsmeðferð. Góð kona, hokin af reynslu, nýbúin að sigra sýna baráttu við brjóstakrabbamein potaði í mig og sagði mér að drífa mig. Ég hlustaði, tók leiðsögn og fór í vikunni. Takk Helga <3
Núna ætla ég að láta potið hennar Helgu ganga áfram og pota í ykkur….. þið megið svo láta potið ganga áfram í konurnar í ykkar lífi.
Skimun getur komið í veg fyrir krabbamein og bjargað mannslífum, ekki gleyma að panta þér tíma ! Tökum umræðuna í næsta saumaklúbb eða matarboði og minnum konurnar í okkar lífi á að fara líka <3
Pantaðu þér tíma HÉR
LÍFIÐ ER NÚNA
LoveLove
AndreA
Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea
Skrifa Innlegg