fbpx

SÍÐUSTU DAGAR …

LÍFIÐ

Síðustu dagar hafa frussast áfram og október er alveg að verða búinn, ég meina það var sumar í gær.
En í minni vinnu koma jólin fyrst á saumastofunni/skrifstofunni og þegar við erum rétt að klára þau þá byrjar jólatörnin í búðinni.  En jólin eru sem sagt búin að vera á minni könnu undanfarna daga / vikur ásamt sumarkjólum & fötum fyrir næsta sumar… já stundum er ég bara ringlaður fatahönnuður :)
En í öllu kapphlaupinu þá næ ég samt einhvernvegin að leika líka við fólkið mitt, ég sé það vel þegar ég skoða myndirnar í símanum mínum, mis góðar myndir  og allt það en hverjum er ekki sama þegar það er gaman?






Á hlaupum náði ég sem betur fer að fara og fagna með Trendnet vinkonu minni Guðrúnu Sørtveit,  það er ekkert skemmtilegra en að fagna með duglegu fólki sem lætur verkin tala og draumana rætast <3 Til hamingju Guðrún með æðislegt kvöld.  Eins og sést á myndunum þá hélt Katla (Hörpu Káradóttir) uppi stuðinu, þvílíkt skemmtilegur krakki, hún fékk mynd af sér með öllum í veislunni held ég :)  Æðisleg.









Stelpurnar okkar Hrefnu Dan  Sara & Ísabella eru afmælissystur, fæddust á sama stað, á sama tíma á sama sjúkrahúsi, mögnuð saga út af fyrir sig sem ég segi kannski frá síðar en þessar 12 ára vinkonur eru búnar að vera að kynnast betur síðasta árið & falleg vinátta að myndast á milli þeirra 

Aldís mín & ég fastar á bekk eins og fínar frúr að bíða eftir að börnunum (okkur leiddist samt alls ekki) 

Ég gerði áramótaheit fyrir nokkrum árum að leika meira við vini mína og ég held að ég sé bara nokkuð dugleg að standa við það.  Ég er félagsvera og þarf að heyra í öllum reglulega, plana partý og leika.  En það er ekki hægt að koma öllu fyrir í sólarhringinn og maður þarf að velja vel í hvað maður ætlar að nota hann. Ég kann sem betur fer líka að slaka á, sofa og gera ekki neitt heima hjá mér, það þarf nefnilega að vera smá jafnvægi í þessu <3

LoveLove
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

GRÆNA SMIÐJA BIOEFFECT - MAGNAÐUR DAGUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Guðrún Sørtveit

    23. October 2018

    Love it <3