fbpx

ROYAL COPENHAGEN MEÐ TVEGGJA ÁRA BROTAÁBYRGÐ!

HOMEROYAL COPENHAGENSAMSTARF

TVEGGJA ÁRA BROTAÁBYRGÐ !

Ég hef safnað Royal Copenhagen stellinu í yfir 15 ár. Fyrst var það algjört spari spari, börnin mín máttu varla horfa á það en í dag á ég ekkert annað og við notum það alla daga, alltaf. Hversdags, spari og meira að segja Coco fær stundum vatn úr Royal skál.

Ég blanda saman hvítu eða “Hvid riflet” eins og það heitir á dönsku & Bláu mega eða “Blå mega rifflet”.  Það hvíta var hannað árið 1775 en Blå Mega árið 2000. Já það gerir hvíta stellið mitt 247 ára.  Það er einmitt það sem ég elska við að safna Royal, ég get treyst á að það sé alltaf fáanlegt og get því safnað því út ævina.
Royal Copenhagen eru einnig mjög duglegir að bæta við nýjungum, þannig að það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi sem mig langar í. Eins finnst mér ég geta lagt á borð með því á svo marga mismunandi vegu og svo lúkkar maturinn svo mikið betur á fallegum disk.

En hvað ef eitthvað brotnar?  Það er svooooo svekkjandi!
Hefur þú heyrt um brotaábyrgð Royal Copenhagen ?
Brotaábyrgð er snilld. Ég hef nýtt mér hana nokkrum sinnum í Danmörku en núna getum við nýtt hana hér á Íslandi líka.
Það skiptir engu máli hvernig hluturinn brotnaði og þið þurfið ekki að geyma brotin en það þarf að taka mynd til þess að sýna.



SKRÁ KAUPIN…
– Það skiptir engu máli í hvaða verslun eða hvaða landi þú keyptir vöruna.
– Taktu mynd af kvittuninni & verslaðu við viðurkenndan endursöluaðila eins og Epal og Kúnígúnd.
– ÞÚ VERÐUR að skrá kaupin, mjöööög auðvelt www.royalcopenhagen.com/en-fi/breakage-warranty
– Skráning þarf að eiga sér stað eigi síðar en 90 dögum frá kaupum.
– Ábyrgðin gildir í tvö ár frá þeim degi sem varan var keypt.
– Sé um gjöf að ræða er mikilvægt að kvittun fylgi með svo hægt sé að skrá hlutinn.

EF EITTHVAÐ BROTNAR…
– Loggar þig inn hér: www.royalcopenhagen.com/en-fi/breakage-warranty,
– Velur hlutinn sem brotnaði.
– Setur inn mynd af brotna hlutnum
– Færð annan eins eða sambærilegan hlut sendan til þín.


Ég var að ljúka við að skrá mín síðustu kaup, þetta er mjög auðvelt í notkun og mesta snilld.  Þarna safna ég saman stellinu mínu og þarf bara að logga mig inn til að skoða það sem ég á. Ef þessir hlutir brotna hjá mér get ég fengið þá bætta með nokkrum klikkum.

Royal Copenhagen býður viðskiptavinum sínum þessa þjónustu með það að leiðarljósi að hvetja fólk til þess að nota borðbúnaðinn einnig við hversdagsleg tilefni.
Með ábyrgðinni getur fólk notið þess að leggja fallega á borð og eiga huggulega samveru með sínu fólki, áhyggjulaust.

Ábyrgðin gildir yfir allan borðbúnað frá Royal Copenhagen (fyrir utan Flora Danica) og aukahluti sem ekki eru borðbúnaður, til dæmis blómavasa, kertastjaka og aðra skrautmuni.

Hægt er að lesa allt um ábyrgðina hér: www.royalcopenhagen.com/en-is/breakage-warranty

 


xxx

AndreA
Instagram @andreamagnus

 

DRESS: ULL, KAFFI OG REEL

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð