fbpx

ÖÐRUVÍSI TÍSKUVIKA

CPHFWTískaTÍSKUVIKA

Tískuvikan í Kaupmannahöfn er haldin tvisvar sinnum á ári í janúar & ágúst.  Þetta er vika þar sem allt iðar af lífi, tískusýningum og viðburðum.  Þessi tískuvika var auðvitað ekki þannig frekar en neitt annað 2020.  Meira hér: Tískuvika með öðru sniði.

Sýningarhallirnar stóðu að einhverju leiti tómar og við sóttum okkar fundi í staðinn í falleg einbýlishús, íbúðir og showroom.
Róleg & öðruvísi en samt sem áður vel heppnuð tískuvika að baki sem heldur áfram hér við eldhúsborðið mitt næstu daga þar sem ég vinn allt sem hægt er að heiman við tölvuna.

Við vorum að panta inn sumarið 2021 sem lítur ekkert smá vel út,  vonandi á það ekki bara við um fötin heldur lífið almennt <3


xxx
AndreA 

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

TREND: HÁRKLEMMUR

Skrifa Innlegg