fbpx

NORMIÐ “ÉG VERÐ ÞÁ BARA FÍNUST Í PARTÝINU”

LÍFIÐ

NORMIÐ “podcast” þekkið þið eflaust öll.  Ég elska að hlusta á þær Sylvíu & Evu þar sem þær fá til sín allskonar skemmtilega viðmælendur og spjalla.  Ég hlusta oftast þegar ég er úti að labba eða þegar ég er að keyra, mála mig eða taka til.  Það er svo gott, eflandi og frábært að kíkja í verkfærakistuna hjá öðrum og taka svo til sín það sem passar/þjónar manni.  Mannbætandi hlaðvarp.

Ég settist í stólinn hjá þeim í síðustu viku og við spjölluðum um allt og ekkert, þessi klukkutími og þrettán mínútur leið eins og korter.  Ég væri til í að mæta til þeirra alla föstudaga bara til að fá einn skammt af peppi.   Þær eru ÆÐISLEGAR Punktur ❤️

Hér er hægt að hlusta á þáttinn:
ÉG VERÐ ÞÁ BARA FÍNUST Í PARTÝINU 🎙️

 

 

XXX
AndreA

Instagram @andreamagnus

 

DEKURDAGUR MEÐ ESSIE

Skrifa Innlegg