fbpx

DEKURDAGUR MEÐ ESSIE

BEAUTYEssieMakeupSAMSTARF
Mér var boðið ásamt fullt af skemmtilegum konum að taka þátt í dekurdegi með Essie.
Vá hvað það var gaman að mæta í dekur í fallega Make-up studio Hörpu Kára, sem ég var búin að sakna mikið og bara svo gaman að hitta alla aftur, faðmast og hlæja.  Það er langt síðan að ég hef gert eitthvað í þessum dúr, fengið full glam make up & með því & það fyrir hádegi,,, þetta var ekkert eðlilega gott, bæði fyrir hjartað og sálina.
Við fengum förðun & naglalökkun með okkar uppáhalds essie lit.  Þegar það var búið að dekra við okkur þá tók minn uppáhalds ljósmyndari Aldís Páls myndir af okkur sem ég get ekki beðið eftir að sjá.
Flestir þekkja Essie vel og vita að það eru til allir litir regnbogans frá þeim en það sem færri kannski vita er að þau er 100% vegan.

Ég valdi hvíttt eða “BLANC” minn uppáhalds lit.  Ég veit ekki hvað ég er búin með mörg glös af honum en hann hefur verið minn mest notaði litur síðustu tvö ár.
Toppurinn sem ég var í er TEMPO TUBE TOP að sjálfsögðu frá AndreA & gallabuxurnar líka ;) en þær eru væntanlegar fljótlega til okkar.Hér eru nokkrar “bak við tjöldin” myndir frá þessum góða degi….

Erna Hrund vörumerkjastjóri & meistari sá um þennan flotta viðburð og Aldís Páls tók myndirnar sem ég get ekki beðið eftir að sjá & deila með ykkur.
Fylgstu með @beautyklubburinn til að sjá meira soon.

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

ÓSKARINN 2022

Skrifa Innlegg