fbpx

LITLA HÖNNUNARBÚÐIN – ÍSLENSK HUNDABÆLI & ALLSKONAR SNILLD

HOMESAMSTARF

Þegar ég finn fallega hluti eða hönnun reyni ég að deila gleðinni.

Ég á ekki hund sjálf en passa oft Ringo, hund sem mamma og dóttir mín eiga saman ;)
Við höfum þó átt hund og ég þekki það vel að vera í vandræðum með að finna fallegt hundabæli sem ég var ánægð með að hafa inni í húsinu,  já það þarf að vera smart & hundurinn þarf að elska það  :)

Sigga Magga vinkona mín er ein mesta hundakona sem ég þekki, hún á, ræktar, þjálfar, passar og sópar að sér verðlaunum fyrir hundana sína. Sigga Magga er líka eigandi  Litlu hönnunarbúðarinnar.  Hún selur þar allskonar hönnunarvörur, mikið eftir íslenska listamenn og handverksfólk.   Sigga Magga hannar líka ýmislegt sjálf, sennilega þekkja flestir Úlfinn hennar.  Síðast þegar ég var hjá henni rak ég augun í þessi fallegu hundabæli sem hún er að gera í mismunandi mynstrum og stærðum.


Þetta er Ringo alsæll á sínu bæli.  Stærðin sem ég tók er:  Medium
Bælið kemur i þremur stærðum, small 9.900, medium 13.900 og large 16.900 og er einnig væntanlegt í hringlóttu.
Bælið er í tveimur lögum og þess vegna er súper auðvelt að taka ytra lagið af og setja í þvottavél, innra lagið er fyllt með frauðkúlum sem aðlaga sig að líkama hundsins þegar hann hvílist og það er hægt að fá áfyllingu á frauðkúlurnar seinna ef þess þarf.


Litla hönnunarbúðin er á Strandgötu 19, þar sem búðin mín var áður en við fluttum á Norðurbakkann <3
Í búðinni má finna allskonar hluti, listmuni, gott kaffi, skart, & gjafavöru.  Þarna kaupi ég t.d alltaf “SHAKE IT BABY” kúluna sem svo margar vinkonur mínar hafa fengið að gjöf frá mér :)
Mæli með <3

 


xxx
AndreA

@andreamagnus

ROTATE Í GK REYKJAVÍK

Skrifa Innlegg