fbpx

LILLA LOVE

BEAUTY
Naglalakkið fékk að gjöf 

Aldrei að segja aldrei …
Ég hef alltaf sagt að lillablár eða ljósfjólublár sé litur sem ég færi ekki í…. En það er svo gott að geta skipt um skoðun.  Þessi litur er búinn að vera að lauma sér inn og lita lífið mitt undanfarið.
Ég á orðið tvær peysur, buxur og naglalakk í þessum lit og stend sjálfa mig að því að skoða allt sem er fjólublátt eða lilla í blómabúðinni :)Þessir þrír litir eru allir úr vorlínu Essie. Erna Hrund vinkona mín var svo sæt að gefa mér þá um daginn, venjulega hefði ég alltaf sett þennan ljósa á mig fyrst en hann er svo mikið minn litur en í þetta skiptið féll ég mest fyriri þessum lillabláa :)


Naglalökk eru líka frábær í páskaeggjaskreytingar, áhugsamir geta sér aðferðina hér eða í story hjá mér.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

PÁSKASKRAUT - DIY

Skrifa Innlegg