fbpx

LÍFIÐ ER NÚNA

LÍFIÐ

LÍFIÐ ER NÚNA !
Þó að lífið sé skrýtið núna þá er lífið svona núna og við verðum öll að gera okkar besta í krefjandi aðstæðum. Það verður áhugavert að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvað við lærum og tökum með okkur eftir þetta allt saman.

KRAFTUR er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.   Kraftur er öflugt félag sem við stelpurnar í Konur eru konum Bestar fengum að kynnast ennþá betur þegar við seldum KEKB bolina 2019 til styrktar KRAFTS. 
Landsmenn eru löngu farnir að þekkja “LÍFIÐ ER NÚNA” armbandið en það hefur verið perlað með hjálp almennings um allt land. Armbandið fæst í mörgum verslunum og allur ágóði rennur óskert til Krafts.
Við seljum afmælisútgáfuna (armbandið í litunum eins og ég er með á myndunum hér að neðan) hjá okkur í AndreA.  Einnig er hægt að versla beint við Kraft á síðunni þeirra HÉR 

Kraftur gefur einnig út blað en í síðasta tölublaði sem kom út núna í Október var ég ásamt þessum flottu gaurum :) spurð út í armbandið.  Við svöruðum þessum spurningum í vor en ég hafði bara mjög gott af því að lesa svörin okkar með morgunkaffinu í dag og minna mig á að…. Lífið er núna !

Blaðið má lesa hér í heild sinni hér.

Mynd: Aldís Pálsdóttir @paldis

Mynd: Aldís Pálsdóttir @paldis 

Lífið er núna
xxx
AndreA

IG @andreamagnus

AndreA 11 ÁRA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1