fbpx

LIFE HACK

LÍFIÐ

Í heimi þar sem allir eru uppteknir, með alla daga planaða og lítinn tíma aflögu þá er þetta lita „life hack“ snilldin ein.
Maður á oft erfitt með að finna tíma til að taka bolla með góðri vinkonu sem er svo mögulega efni í sérstaka færslu? Af hverju erum við öll svona upptekin alla daga alltaf ?  Hver hefur ekki sagt „Við verðum að fara hittast“  hundrað sinnum áður en maður gerir það eða kemur því inn í prógrammið sem virðist alltaf smekkfullt.

Ég fer í klippingu eða litun á 6 vikna fresti. Hárgreiðslukonan mín, Ingigerður er ein af mínum bestu vinkonum sem sem er „life hack“út af fyrir sig því við náum alltaf góðu spjalli og ég elska að fara til hennar.  Einn daginn mætti svo Heiður í litun sama dag og ég óvart, sem þýðir að við erum að bíða með litinn í hárinu á sama tíma, litla veislan, þarna er ég með tvær klukkustundir plús með tveimur af mínum uppáhalds konum.  Síðan þá höfum við Heiður alltaf bókað okkur saman á sex vikna fresti, önnur okkar bókar alltaf tíma fyrir báðar.  Í bónus koma stundum fleiri sem við þekkjum eins og Helga og Heiður yngri.
„Life hack“ fyrir vinkonur, pantið ykkur tíma saman í klippingu reglulega og notið tímann í samveru, spjall og gott kaffi. <3
Thank me later!

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

ÁRAMÓTADRESS: GRÍMA, GLIMMER & DANSSKÓR.

Skrifa Innlegg